laugardagur, júní 28, 2003

Muniði þegar engin hljómsveit var fullmönnuð án þess að hafa saxófónleikara innanborðs? Saxófónleikarar voru ógeðslega miklir töffarar, í hvítum skyrtum og mokkasínum, með hárið sleikt aftur og með saxófóninn í ól um hálsinn, dillandi sér við tónlistina af því að þeir höfðu ekkert að gera fyrr en kom að hinu óumflýjanlega saxófónsólói í laginu sem hljómsveitin var að spila. Af hverju ætli það hafi hætt??!