föstudagur, nóvember 22, 2002

Æj, ég hætti snemma í dag svo að ég hef ekki tíma til að skrifa allt sem ég hugsaði á meðan ég kíkti á Herra Ísland keppnina í gær, segi bara þetta; ef þetta eru sætustu strákarnir sem hægt var að finna í þessa keppni þá er ég að hugsa um að flytjast af landi brott. Kannski til Grænlands, það getur ekki verið mikið verra úrval þar...
Strákurinn sem vann var samt alveg laaaangflottastur af þeim.

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

LEIFUR Á AFMÆLI!
Allir að knúsa Leif voða mikið í dag!

mánudagur, nóvember 18, 2002

Stundum er ofboðslega mikið að gera í vinnunni minni og þá hef ég náttúrulega ekki tíma til að gera neitt en stundum er minna að gera hjá mér og þá á ég það til að festast í Bubble Shooter og ég þoli það ekki. Mér finnst þetta alveg versti leikur í heiminum en samt fer ég alltaf í hann aftur og aftur. Af hverju? Þýðir þetta að ég sé masókisti??? Eru dáleiðsluskilaboð í leiknum??? Hef ég bara gaman af leiðinlegum hlutum??? Af hverju hef ég þá ekki áhuga á skák eða frímerkjasöfnun??? Þessum spurningum og fleirum verður líklega aldrei svarað. *Andvarp*
Ég horfði tvisvar á Moulin Rouge um helgina. Það er bara æðisleg mynd og hefði alveg átt að fá fullt af Óskurum...