Júróbull...
Vááááá, ég held að ég þurfi að kveikja í augunum á mér!
Ég varð fyrir því óhappi áðan að vera að channel-hoppa og lenti á Rúv þar sem var verið að sýna myndbandið við vondasta júróvisjon lag allra tíma, en það heitir Open your heart með Birgittu Belju. Keizið var ekki heima til að baula á skjáinn með mér (sem er einkar skemmtilegur siður sem við tókum upp eftir að hafa lesið bloggið hjá Dark Bastard) svo að ég fálmaði í blindni eftir fjarstýringunni sem ég hafði misst út úr höndunum á mér þegar ég greip fyrir augu og eyru til að varna því að viðbjóðurinn næði að bora sér inn í vitund mína og tókst loks að skipta um stöð og lenti á VH1 (stöð fyrir staðnaða skallapoppara og miðaldra fólk sem var með sítt að aftan) og jafnaði mig með því að horfa á Behind the Music, 1987. Ég er rétt að byrja að jafna mig núna, eftir að hafa rúllað mig í fósturstellingu í sófanum og ruggað mér fram og til baka og sungið Enter Sandman upphátt í klukkutíma til að róa taugarnar. Ég gæti þurft áfallahjálp...
*hrollur*
Vááááá, ég held að ég þurfi að kveikja í augunum á mér!
Ég varð fyrir því óhappi áðan að vera að channel-hoppa og lenti á Rúv þar sem var verið að sýna myndbandið við vondasta júróvisjon lag allra tíma, en það heitir Open your heart með Birgittu Belju. Keizið var ekki heima til að baula á skjáinn með mér (sem er einkar skemmtilegur siður sem við tókum upp eftir að hafa lesið bloggið hjá Dark Bastard) svo að ég fálmaði í blindni eftir fjarstýringunni sem ég hafði misst út úr höndunum á mér þegar ég greip fyrir augu og eyru til að varna því að viðbjóðurinn næði að bora sér inn í vitund mína og tókst loks að skipta um stöð og lenti á VH1 (stöð fyrir staðnaða skallapoppara og miðaldra fólk sem var með sítt að aftan) og jafnaði mig með því að horfa á Behind the Music, 1987. Ég er rétt að byrja að jafna mig núna, eftir að hafa rúllað mig í fósturstellingu í sófanum og ruggað mér fram og til baka og sungið Enter Sandman upphátt í klukkutíma til að róa taugarnar. Ég gæti þurft áfallahjálp...
*hrollur*