föstudagur, júlí 12, 2002

IT'S FRIDAY!!!
Er ekki frábært þegar það kemur föstudagur og það er heil helgi framundan og maður þarf ekki að gera neitt, bara afslöppun í gangi! Ég er pottþétt farin að meta helgarnar betur núna! Sérstaklega þegar þær byrja svona, bjór og snakk í boði vinnunnar í tilefni af góðu gengi. Good times! Svo er stefnan að grilla heima hjá Leif annað kvöld, það verður ekki leiðinlegt, langt síðan maður hefur hitt "the gang!" Annars ætla ég bara að hafa það rólegt, í mesta lagi taka til og horfa á Buffy, ég þarf endilega að fara að klára 5.seríuna svo að ég geti byrjað á 3.seríu af Angel!!! (Veðbankar eru farnir að taka við veðmálum um það hvort að ég skrifi einn góðan veðurdag blogg sem inniheldur ekki orðin "Buffy" og "Angel")

fimmtudagur, júlí 11, 2002

Einu sinni var lítill fjólublár maur sem þurfti að sigrast á grænni, loðinni kónguló til að verða hetja í augum allra sem höfðu verið vondir við hann. Hann lagði hugrakkur af stað til að mæta grænu, loðnu kóngulónni og sagði við sjálfan sig; Hehe, ég skal sko sýna þeim... Ég... *SPLUTZT* Svo steig ég á hann.

Og boðskapur sögunnar? Þú þarft ekki að sýna þig fyrir hinum, þá kemur einhver og stígur á þig. Or something.
Hmmmm, something stinks in suburbia... Það fór allt í klessu með linkinn sem ég var að reyna að gera, ég biðst afsökunar, en ég kann ekki á tölvur. Aðrir fjölskyldumeðlimir fengu þann hluta genanna. *blikk blikk*
Eníhús, I got the Buffy blues... Ég tók ekki Buffy í gær og ég er að deyja. Ég er í fráhvörfum, var bara þunglynd og ómöguleg í gær og ekkert gaman hjá mér, fór meira að segja snemma að sofa! Miðað við mig sko. En það er allt í lagi, ég fann bestu Buffy síðu í heimi, maður verður bara að passa sig að lesa ekki of langt eins og Leifur gerði. Ég held að hann sé ennþá grátandi yfir einhverju sem hann las, ef hann segir mér það, lem ég hann!

Google! DayPop! This is my blogchalk: Icelandic, Iceland, Reykjavík, árbær, Anna, Female, 21-25!
blogchalk: Anna/Female/21-25. Lives in Iceland/Reykjavík/árbær and speaks Icelandic. Spends 40% of daytime online. Uses a Fast (128k-512k) connection.

Ok, ég fann síðu á netinu þar sem einhver er að reyna að setja saman leitanlegan gagnagrunn til að finna bloggara á ákveðnum svæðum svo að ég setti inn upplýsingar um mig. Nú geta allir fundið mig! Þetta er voða einfalt, þú ferð inn á

mánudagur, júlí 08, 2002

Jæja. Þá er ég komin aftur í vinnuna, fríið búið :( Oh well, ég vissi að það myndi koma að þessu einhvern daginn.
Nú er orðið svo langt síðan að ég kom heim úr sólarferðalaginu mínu að ég nenni eiginlega ekki að segja ferðasöguna (Loco ætlar held ég einhvern tíma að setja sína útgáfu á á síðuna sína), ég ætla bara að minnast á Gamla Bauk sem er veitingastaður á Húsavík, ef þið eruð á ferðalagi um norðurland ættuð þið endilega að kíkja á Baukinn. Þeir eru með alveg frábæran mat (samt ekki alveg nógu góða þjónustu, en maturinn bætir það upp!), aðallega fiskrétti sem eru ótrúlega góðir, eitthvað annað en soðin ýsa og kartöflur! Ég er ennþá að hugsa um þetta, sérstaklega af því að síðan ég kom heim er ég búin að lifa á núðlusúpum og súrmjólk og auðvitað Buffy til að næra andann! Síðan á föstudaginn er ég búin að horfa á alla seríu 3 og 4 spólur af seríu 4. Ég ellllllska BTVS, ég tók spólu nr 4 í seríu 4 í gær, sem er nokkuð gott því venjulega hef ég tekið 3 spólur í einu (og vakað laaaaaangt fram á nótt með Buffy!) og auðvitað var ...to be continued... á síðasta þættinum... Urrrrrrrrr, nú þarf ég að fara aftur niður á Laugarásvídeó (sem er BTW bestasta vídeóleigan í bænum) og taka nýja spólu í kvöld. Oh well, you gotta do what you gotta do!
Og síðast en ekki síst... vondu fréttirnar; ég datt út úr Surfvivor, búhú... Ég kenni sjálfri mér um, ég gleymdi að senda út póst og minna fólk á að kjósa. Totally my fault... Maður verður sko að muna eftir að beita brögðunum sem maður ætlar að beita til að komast áfram... Eða eitthvað svoleiðis.