fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Slysalaus dagur... WTF???
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að dagurinn í dag skuli vera slysalaus dagur, lögreglubíll á hverjum gatnamótum og allir á löglegum hraða. Ég bara verð að spyrja, hver er tilgangurinn? Við vitum öll að slysin gera ekki boð á undan sér og að þrátt fyrir að maður aki um með ýtrustu varúð og gætni er það ekki trygging fyrir því að einhver annar geri ekki mistök sem lenda framan á húddinu hjá manni.
Slys eru einmitt það, slys og ekkert sem dómsmálaráðherra segir getur komið í veg fyrir slys. Að vísu er það jú þannig að þegar lögreglan er sýnileg þá er líklegra að fólk keyri varlegar og minnki þar með líkurnar á alvarlegum slysum, en ef dómsmálaráðherra er svona umhugað um okkur vegfarendur, hvernig væri þá að efla löggæsluna með einhverju öðru en pappalöggum og leggja sama metnað í að gæta borgaranna og fer í að gæta erlendra þjóðhöfðingja?
Blargh
Ég hef alltaf unnið við þjónustu-og afgreiðslustörf. Ég hef ábyggilega afgreitt u.þ.b. milljón manns og treystið mér, ég hef sannreynt þá kenningu all ítarlega að fólk er fífl. Það er eins og sumir hreinlega gleymi greindarvísitölunni ásamt mannasiðum og góða skapinu í bílnum á meðan þeir hlaupa inn í verslun. Eins og t.d. maðurinn sem snappaði gjörsamlega af því að honum var sagt að hann fengi ekki afgreiðslu nema hann færi í röðina eða konan sem skildi ekki af hverju hún gat ekki fengið að skila langloku sem hún var búin að bíta í af því að henni fannst hún vond.
Núna er ég að vinna við að svara í síma og maður hefði haldið að það væri aðeins auðveldara að díla við fólkið í símanum, það hringir jú í ákveðnum tilgangi og vantar upplýsingar, en boy ó boy... Þetta eru sko nokkrar týpur sem ég þoli ekki að tala við:
1. Þessi sem er að flýta sér svo mikið að hann hefur ekki tíma til að vera kurteis, heldur hrækir útúr sér einu orði og skellir á um leið og hann er búinn að fá upplýsingarnar. Dóni.
2. Þessi sem er ekki með blað og penna og lætur mann bíða í lengri tíma á meðan hann fer og leitar. Halló, þú ert að hringja til að fá upplýsingar, auðvitað þarftu að skrifa þær hjá þér til að geta notað þær. Stundum held ég að þetta sé fólkið sem sniffaði lím í æsku.
3. Þessi sem er yfirmáta kammó; "Blessuð elskan, hvað segirðu, hvað á að gera um helgina, hvað er að frétta o.s.frv. Þessi týpa er kannski ekki mest pirrandi, þetta er bara svo mikið feik og ég fæ alltaf á tilfinninguna að þetta sé fólkið sem á enga vini en situr á kaffihúsi og er að reyna að láta líta út fyrir að það eigi vini. Sorglegt! Skemmtilegu fastakúnnarnir eru þó undanskildir ;)
4. Þessi sem veit ekki hvað hann vill. Samtal við þessa týpu gæti verið einhvern vegin svona:
Hann: „Æj, heyrðu ég sá svona... æji þetta er svona tæki til að sko... hérna þetta fékkst einu sinni í búðinni þarna og maður sko notar það til að hlusta á tónlist.”
Ég: „Vantar þig að vita hverjir selja hljómtæki?”
Hann: „Já” og er ofboðslega hissa á því að ég skuli hafa þurft að endurtaka þetta.
5. Þessi sem hleypir manni ekki að. Sem betur fer er ekki mikið af þessari tegund þarna úti, en það er ótrúlegt hvað þeim tekst oft að hringja þegar símkerfið er að springa af álagi og maður vill hafa símtölin eins stutt og mögulegt er. Týpískt símtal við þessa týpu gæti byrjað svona:
„Já góðan dag, ég er að leita að KitchenAid hrærivél, hún Gulla frænka mín, hún er sko bróðurdóttir hans pabba, er nefnilega að fara að gifta sig um næstu helgi og það er náttúrulega svo sniðugt að kaupa hrærivél handa þeim, þótt það sé nú meira handa henni, allavega held ég að hann Nonni, það er sko brúðguminn, sé ekkert mikið fyrir eldhússtörfin, hún Gulla var einu sinni veik og þurfti að vera á spítala í heila viku, þetta var sko eitthvað í nýrunum hjá henni og veistu, ég held að hann Nonni hafi bara lifað á McDominos eða hvað þetta nú heitir allt saman, hann kom bara ekki nálægt eldhúsinu...”
WTF??? Ef þú þarft að tala svona mikið, farðu þá í saumaklúbb eða til geðlæknis. Ekki hringja í mig.

Ef þú sérð sjálfan þig í einhverri af lýsingunum hér að ofan, vinsamlegast farðu og skjóttu þig.

miðvikudagur, ágúst 21, 2002

Murphy's Law er að virka...
Þetta er bara einn af þessum dögum.

mánudagur, ágúst 19, 2002

Snilld dagsins.
Ef þú heldur að þú hafir farið á slæm stefnumót skaltu lesa þetta. Þetta eru samt bara smásögur, en það er alltaf gaman að sjá hvað gæti gerst! Mér finnst númer 4 best.
Blómabarnið ég...



Which era in time are you?


Helv... sokkaálfurinn
Sokkaálfurinn er farinn að herja ansi mikið á sokkaskúffuna mína. Sem er frekar slæmt af því að ég á eiginlega bara sokka úr Sokksjopp sem eru mjög litríkir og einstakir á sinn hátt svo að núna á ég eiginlega bara fullt af stökum, mislitum sokkum. En það er nú allt í lagi, það er ekkert í heiminum sem segir að maður verði að vera í eins sokkum á báðum fótum, er það nokkuð? Kannski ætti ég að snúa mér hingað
Anyways, ég skellti mér á menningarkvöldið á laugardaginn og faðmaði að mér menningar-og mannlífsflóruna en ég var sko farin heim uppúr miðnætti. Það var eiginlega alltof mikið af fólki til að vera í bænum, troðfullt alls staðar, dagskráin búin og bara djammið eftir. Og ég var sko ekki að fara að djamma. En þetta var samt fínt og flugeldasýningin var stórkostleg, þetta er eitt af því fáa sem Reykjavíkurborg er að gera rétt (þetta var pólitíska setning vikunnar). Ég hlakka bara til að sjá hvað verður gert á næsta ári til að toppa þetta.