laugardagur, ágúst 31, 2002

Ugh...
Note to self; EKKI FARA Á DJAMMIÐ EF ÞÚ ÁTT AÐ VINNA DAGINN EFTIR.
Á þessum tímapunkti get ég ekki annað en glaðst yfir því að ég er að vinna við að svara í síma svo enginn sjái hvað ég er hrikalega djammbeygluð (ég veit að það er ekki orð, en í dag finnst mér að það ætti að vera til). Ég fór sko út að borða í Viðey í gær með nokkrum vinnufélögum, sem var voða voða næs. Maturinn hefði samt mátt vera betri en þjónustan og öll aðstaða var alveg til fyrirmyndar. Við rúlluðum í síðasta bátinn úr eynni á miðnætti og þegar við komum í land fórum við að spá í hvað við ættum að gera, spjölluðum við hóp frá Öryggismiðstöðinni sem var þarna líka og þeir gáfu okkur boðsmiða á ...wait for this... Kaffi Reykjavík! Og þangað fórum við, hljómsveitin 60's var að spila en mér fannst þeir hræðilega leiðinlegir því þótt að blómabarnið ég elski 60's tónlist þá skiptir máli hvernig hún er spiluð og hver spilar hana. Samt fannst mér alveg frábærast þegar þeir spiluðu Traustur vinur. Trausti bróðir átti sko afmæli í gær og þetta er sko lagið hans nema við syngjum auðvitað alltaf "Trausti vinur getur gert kraftaverk" og ég hringdi í hann og leyfði honum að njóta þess með mér. God bless cell phones!
Eníhús, þrátt fyrir að maturinn hafi verið fyrir neðan væntingar og hljómsveitin léleg, þá var æðislega gaman í gærkvöldi, kannski var það sjóferðin, kannski var það félagsskapurinn, kannski var það bara það að við þurftum ekki að borga fyrir neitt, allt í boði fyrirtækisins... Persónulega hallast ég að því að það hafi verið félagsskapurinn, það er bara frábært fólk sem vinnur hérna. Hérna
Og ég er semsagt að vinna núna. Sem betur fer eru Hildur og Leifur líka að vinna svo að ég er ekki alveg ein í heiminum. Veiiiii! Svo þarf ég bara að lifa af barnaafmæli hjá systursyni mínum eftir vinnu og þá get ég farið heim og dáið. Eða farið í Laugarásvídeó (besta leigan í bænum ;) og tekið meiri Buffy... Vill einhver giska á hvort er líklegra? ;)

föstudagur, ágúst 30, 2002

Impressive!
Vitiði hvað er besta þjónusta í heimi? Þegar ég kom heim í gær sá ég að það voru skilaboð í talhólfinu mínu svo að ég hringdi í talhólfið mitt og heyrði orðin: "Komdu sæl, þetta er hjá Laugarásvídeó" og alveg hélt ég að þeir væru að hringja af því að ég skilaði Buffy of seint, en nei, hann hélt áfram: "Ég ætlaði að athuga hvort þú vildir að við tækjum frá fyrir þig næstu spólu af Buffy..."
Þetta er besta þjónusta í heimi! Ég sagði ykkur að Laugarásvídeó væri frábærasta leiga í heiminum...

miðvikudagur, ágúst 28, 2002

Buffy Buffy Buffy, it's all about Buffy ;)
Ég er búin að vera að bíða eftir að sjá tvo Buffy þætti, Once more with feeling og Tabula Rasa. Ég er búin að lesa um alveg fullt af fólki sem segir að þessir þættir séu alveg þeir bestu í 6.seríunni og þið getið þá ímyndað ykkur gleði mína þegar ég sá að þeir voru báðir á spólunni sem ég tók í gær. Og ég varð ekki fyrir vonbrigðum með þá, Once more with feeling er æðislegur. Ég er bara alls ekki að skilja hvernig þessi þáttur fékk ekki Emmy eða Óskar eða Tony eða Grammy eða Eddu eða einhver verðlaun. Það er æðislegt að sjá nýjar hliðar á leikurunum, hver vissi að Sarah Michelle Gellar gæti sungið? Eða að Nicholas Brendon gæti dansað? Og Amber Benson??? Þvílík rödd! My god, ég horfði á hann tvisvar í gær og ég ætla að horfa á hann aftur þegar ég kem heim. Veiiii! Og Tabula Rasa er yndislega dramatískur með kómísku ívafi. Ég þori ekki að segja meira af því að Valla og Hildur eru ekki komnar svona langt. Og ég veit ekki hvort ég þori að horfa mikið lengra alveg strax, ég meina, Leifur er grátandi af því að hann er búinn að horfa á 6.seríu, hvernig verð ég þá??? Ég ætti kannski að nota trikkið sem við Valla ætlum að nota á Angel, við ætlum sko ekki að horfa á síðustu þættina í 3.seríu fyrr en við getum horft á fyrstu þættina í 4.seríunni líka. We don't like cliffhangers...

þriðjudagur, ágúst 27, 2002

Allt má nú kalla íþrótt
Ég er að spá í að fara að stunda þessa íþrótt, fá kannski Tal til að sponsa... ;)
Þriðjudagur??? Neeeeii, mánudagur...
Það er svona þriðjudagsmánudagur í dag af því að ég var veik í gær. Ekki mikið samt, bara með smá magapínu en það var alveg nóg til að vera bara heima.
Helgin var annars bara fín, aðallega af því að ég fór í Laugarásvídeó (sem er BTW bestasta vídeóleiga í heimi...) og var svo heppin að fá 1. spóluna af 6.seríunni af Buffy, veiiiii! Hún er samt voðalega þung þessi fyrsta spóla, mikið af myrkri og maður skynjar alveg af hverju Buffy heldur að þetta sé helvíti... Ég þori ekki að segja meira svo að ég skemmi ekki fyrir neinum sem er ekki kominn svona langt. Svo er ég bara núna á biðlista eftir næstu spólu, *andvarp*
Semsagt allt í góðu svona framan af. Hlutirnir urðu ekki virkilega slæmir fyrr en rétt áður en ég fór að sofa í gærkvöldi þegar ég fann stóran STÓRAN kóngulóarvef sem náði frá lampanum við rúmið mitt og alveg niður eftir hillunni sem lampinn stendur á... UGH Mér er svo sem alveg sama um kóngulær, svo lengi sem ég sé þær ekki en þetta var ekki alveg það besta sem ég get hugsað mér. Stór vefur og engin kónguló sjáanleg. Oj bara. Ég fór fram og náði í ryksuguna og ryksugaði allan vefinn í burtu, en það var engin kónguló svo að ég gat ekki ryksugað hana. Ég svaf alls ekki vel í nótt, ég var alltaf að vakna vafin inn í sængina og hélt að kóngulóin hefði komið og vefað utan um mig og að ég væri föst. Og núna er mér ekki sama, ég HATA kóngulær.
Svo vaknaði ég algjörlega óhvíld og fór og lét taka úr mér blóð fyrir genarannsóknir og fékk að launum fallegan bol merktan Íslenskri erfðagreiningu, veiiiii! Ég er sko alltaf að lenda í einhverjum svona rannsóknum, ég held að þegar Kári finnur loksins erfðakort mannsins þá er það bara af því að ég er búin að gefa honum svo mikið blóð ;)
Og þá erum við komin up to date í bili. Hef ég einhvern tíma sagt að ég lifi áhugaverðu lífi? I don't think so...