I'm pathetic. Ég er ekki einu sinni búin að klæða mig og ég er sest fyrir framan tölvuna. Það er kannski bara eins gott að ég á ekki tölvu (er sko heima hjá mömmu) því þá myndi ég sennilega aldrei fara út úr húsi. Ég ætlaði sko að vera voða voða dugleg og fara að skrifa söguna mína, ég er með milljón handskrifuð blöð með hugmyndum, en ég get bara ekki byrjað. Ég veit samt alveg hvað á að gerast og hvað gerist í fyrsta þættinum og ég sé það inni í hausnum á mér, ég þarf greinilega bara að bíða eftir að andinn komin yfir mig. Ef það gerist, ég er ekki alveg viss hvort þetta er ritstífla eða einfaldlega no talent. Ég hef byrjað á milljón sögum og sú síðasta sem ég man eftir að hafa klárað var einhver slepjuleg smásaga um táningaástir þegar ég var svona 13 ára. En það má náttúrulega afsaka þetta með því að það var fullt af dóti inn á gömlu tölvunni hennar mömmu sem er ekki lengur á meðal vor og þar af leiðandi get ég ekki klárað neitt af því sem var þar :)
Ég sé reyndar soldið eftir Ofur Börki (ég veit hvernig maður fallbeygir nafnið Börkur, en Ofur Börkur er ofurhetja og lýtur ekki sömu lögmálum og aðrir Börkar;)) af því að hann var um það bil mesta snilld sem hefur komið út úr hausnum á mér. Ofur Börkur er sko ofurhetja sem varð til í stærðfræðitímum í MS fyrir mörgum árum og berst ásamt kettinum Mjálmari (sem er með ofur krafta af því að Ofur Börkur þurfti einu sinni að nota munn við munn á hann og ofurhetjuagnir bárust í Mjálmar) við undirhundinn Gelti sem lenti í kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi (man einhver eftir því???) og reis upp til að refsa mannfólkinu fyrir að fara illa með hunda, láta karlhund leika Lassie og skíra hunda nöfnum eins og Fífí og Fúfú. Ég hef aldrei verið góð í stærðfræði!
Eníhús, ég held ég fari bara að gera eitthvað annað núna...