laugardagur, júlí 27, 2002

Pathetic
I'm pathetic. Ég er ekki einu sinni búin að klæða mig og ég er sest fyrir framan tölvuna. Það er kannski bara eins gott að ég á ekki tölvu (er sko heima hjá mömmu) því þá myndi ég sennilega aldrei fara út úr húsi. Ég ætlaði sko að vera voða voða dugleg og fara að skrifa söguna mína, ég er með milljón handskrifuð blöð með hugmyndum, en ég get bara ekki byrjað. Ég veit samt alveg hvað á að gerast og hvað gerist í fyrsta þættinum og ég sé það inni í hausnum á mér, ég þarf greinilega bara að bíða eftir að andinn komin yfir mig. Ef það gerist, ég er ekki alveg viss hvort þetta er ritstífla eða einfaldlega no talent. Ég hef byrjað á milljón sögum og sú síðasta sem ég man eftir að hafa klárað var einhver slepjuleg smásaga um táningaástir þegar ég var svona 13 ára. En það má náttúrulega afsaka þetta með því að það var fullt af dóti inn á gömlu tölvunni hennar mömmu sem er ekki lengur á meðal vor og þar af leiðandi get ég ekki klárað neitt af því sem var þar :)
Ég sé reyndar soldið eftir Ofur Börki (ég veit hvernig maður fallbeygir nafnið Börkur, en Ofur Börkur er ofurhetja og lýtur ekki sömu lögmálum og aðrir Börkar;)) af því að hann var um það bil mesta snilld sem hefur komið út úr hausnum á mér. Ofur Börkur er sko ofurhetja sem varð til í stærðfræðitímum í MS fyrir mörgum árum og berst ásamt kettinum Mjálmari (sem er með ofur krafta af því að Ofur Börkur þurfti einu sinni að nota munn við munn á hann og ofurhetjuagnir bárust í Mjálmar) við undirhundinn Gelti sem lenti í kjarnorkutilraunum Frakka í Kyrrahafi (man einhver eftir því???) og reis upp til að refsa mannfólkinu fyrir að fara illa með hunda, láta karlhund leika Lassie og skíra hunda nöfnum eins og Fífí og Fúfú. Ég hef aldrei verið góð í stærðfræði!
Eníhús, ég held ég fari bara að gera eitthvað annað núna...

föstudagur, júlí 26, 2002

Like, you know, whatever...
Af hverju er svona hrikalega léleg dagskrá í sjónvarpinu? Akkúrat núna get ég valið á milli lélegrar B-myndar á Skjá einum, lélegrar B-myndar á Stöð 2 og lélegrar B-myndar á RÚV. Það er náttúrulega yfirlýst stefna sjónvarpsstöðvanna að sýna vont sjónvarpsefni á sumrin, en boy ó boy, það er föstudagskvöld, hundleiðinlegt veður og mig langar bara að vera uppí sófa undir sæng með kakóbolla og horfa á eitthvað skemmtilegt. Urrrrrrrrr... Að vísu var heimildarmyndin um Eldborgarhátíðina áðan. Þetta var hræðilegt. Ég geri mér alveg grein fyrir því að íslenskur raunveruleiki er akkúrat svona og að um næstu helgi gerist þetta allt saman aftur, en þetta er bara svo sorglegt. Ælandi ungmenni sem finnst skrítið að löggan taki þau ekki alvarlega þegar þau eru tekin fyrir ólæti, barsmíðar, fíkniefnaneyslu eða eitthvað þaðan af verra. Að vísu var þetta nú ágætlega unnin mynd og gaf ábyggilega nokkuð rétta mynd af ástandinu þarna, en oh my god hvað ég er ánægð með að vera bara heima um Verslunarmannahelgina, með góða bók og kannski nokkrar vídeóspólur. Kannski bara Angel og Buffy-thon! Eftir að hafa farið á Reading og Roskilde hef ég bara enga löngun til að fara á íslenska útihátíð, þar sem 5000+ ungmennum tekst að berja og nauðga fleirum en 70.000 manns á erlendum festivölum. Alltaf skulum við Íslendingar vera bestir, miðað við höfðatölu, meira að segja í fylleríi og ofbeldi. Hnuss.
Hugmynd...
Ég rakst á þetta á daglegri gönguför minni um netið. Ef þú nennir ekki að klikka á þetta, þá er hér á ferðinni grein um nýjasta fitness-æðið úti í USA, stripper-robics (eða cardio striptease eins og þetta er líka kallað) og ég fór sko að spá...
Það má ekki lengur dansa einkadansa á íslenskum strippstöðum, sem þýðir náttúrulega tekjutap fyrir bæði klúbbana og dansarana, væri ekki kjörið að breyta súlustöðunum í líkamsræktarstöðvar á daginn þar sem austurevrópsku kynlífsþrælarnir (af því að þær eru sko allar svoleiðis, ekki satt??!) geta séð um kennslu í stripptísi fyrir okkur hinar. Svo getum við farið heim og dansað einkadansa fyrir kallana (eða sko þær sem eiga kalla...) svo að þeir þurfa ekki að fara í einkadans á súlustöðunum. Niðurstaðan yrði ánægðari konur (af því að þær væru í svo góðu formi) og ánægðari karlmenn!
How bout that ;)


Ég vil taka fram að ég er ekki á móti nektardansstöðum, ég hef unnið á einum slíkum (ekki sem dansari samt ;)) og fannst það mjög gaman!
Blaghhh...!
My god hvað ég er þreytt. Ég er búin að vera gapandi og geyspandi á alla viðskiptavini sem ég hef talað við í dag, thank god fyrir mute takkann á símanum, hann er algjörlega búinn að bjarga mér...
Kviz...
Hverjum dettur í hug að búa til svona próf? And more importantly; af hverju dettur mér í hug að taka svona próf???





Second finger eh? The index/main finger, making you the reliable one, the one whom everyone can depend on. Pretty down to earth though sometimes your reliability gets too much for others to bear and they think it's strange how much you plan.

Which finger are you?
Take the quiz to find out.


God, I'm soooo proud, ég er vísifingur. Vildi samt að ég hefði verið langatöng...
Ammæli!!!
Komið fram yfir miðnætti og það þýðir bara eitt, LadyK, Keiz, Loco... TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ!

fimmtudagur, júlí 25, 2002

Vinaöppdeit part II
Leifur hefur látið undan þrýstingi og er mættur á bloggerinn. Þá eru allir snillingarnir farnir að deila hugsunum sínum online og við getum öll andað léttar! Kíkið á hann hérna
Anna duglega part II
Ég fann þessa sætu veðurstelpu og ákvað að leyfa henni að vera hérna hjá mér! Algjör snilld!
Anna duglega
Ég skellti teljara hingað. Bara að tékka hvort það er einhver þarna úti... Helloooooooo????
Vinaöppdeit...
Haldiði að ofurgellan Valgerður hafi ekki slegist í hóp bloggara! Húrra fyrir henni, kíkið á hana hérna
Hvenær ætli Leifur láti undan??!
Happy happy, joy joy!
Ég fékk SMS frá Trausta bróður (sem er, eins og þið fenguð að vita hér fyrir neðan, í London) í gærkvöldi og hann er búinn að kaupa Buffy, season 1 handa mér!!! Ég á bestasta bróður í heiminum!
Svo er ég komin á bíl. Á hárréttu augnabliki líka, það var ekki gott labbveður í morgun, rigning og soldið rok og kalt. Ég hef samt ekkert á móti rigningu, mér finnst mjög gott að fara út að labba í rigningu, en ég þoli ekki rok. En það er allt í lagi þótt það sé rigning og rok, ég er á bíl, ne ne ne neee ne ;)

miðvikudagur, júlí 24, 2002

Fréttir sméttir...
Ég var að lesa DV. Merkilegustu fréttirnar sem ég fann eru um nýja kærastann hennar Britneyjar. Hann er í boybandi. Yucchhh! Við stelpurnar vorum nú ekki lengi að fara á netið og finna mynd af drengnum, sjáið hann hér!!! Hann er sko lengst til vinstri á forsíðunni. Kinda the least gay looking one of them all!
Hin fréttin er með fyrirsögnina: Hassverð aldrei verið hærra. Af því að fólk þarf að vita þetta! Ég hef aldrei skilið af hverju DV er að birta þetta, það er ekki eins og verð á hassi sé reiknað inn í vísitöluútreikninga Þjóðhagsstofnunar. Svo er þetta allt voðalega vel útreiknað, grammið á 1840 krónur í síðasta mánuði en 2470 í þessum mánuði... Sjáið þið undirheimagaurana fyrir ykkur rukkandi þessar fáránlegu upphæðir, með skiptimynt í vösunum til að gefa til baka??? I don't think so!
Manamana...
...Dudurururu... Nei ég segi bara svona ;)
Mamma og Kristján eru á leiðinni út úr bænum (og Arnar náttúrulega líka) á morgun, Trausti er farinn til London (London baby!!!) og Ásta og Eddi fara úr bænum um helgina. Ég verð alein og yfirgefin. En ég verð á bíl, VEIIIIIII! Ég fæ nefnilega að hafa gellubílinn hennar mömmu á meðan þau eru í burtu.
*syngur* I'm so excited... and I just can't hide it...
Já, það þarf lítið til að gleðja mann!

þriðjudagur, júlí 23, 2002

Funny, just funny...
Ég var að flækjast um í Bloggveröldinni og rakst á þetta. Sögur af vídeóleigunni... Klámmyndavídeóleigunni!!! Það er margt sem er til í henni veröld, ó já!
Hmmm, það er eitthvað að tímadótinu, það er alveg sama hvað ég geri, tímasetningin á síðunni er alltaf annað hvort klukkutíma á undan eða eftir því sem ég skrifa, þó að hún sé rétt þar sem ég edit-a, þetta er t.d. skrifað kl 13:13 en ekki 12:13 Whuzzup wit dat???
Var að koma úr mat, that was sweet!!! Ótrúlega góður matur, kudos to Nings og frábærar stuðkveðjuþakkir til Bylgjunnar ;)
Mmmmm...
Við hérna í vinnunni unnum hádegisverðarpott Nings á Bylgjunni í gær og fáum 15 manna heilsuveislu í hádeginu í dag, Jummííííí

mánudagur, júlí 22, 2002

Uppgötvun
Ég er bara að tékka aðeins á litunum... prófaðu bara að "ljóma" (snilldaríslenskun á orðinu highlight!) næstu línu fyrir neðan...
sko, nú get ég skrifað leyndó!!!
Ú ú ú...
Ég lenti í hádramatísku slysi í hádeginu, var að opna túnfisksdós og hella af henni vatninu þegar eitthvað fór hræðilega úrskeiðis og ég skar mig á lokinu á baugfingri og litla fingri vinstri handar og eru þeir núna plástraðir og fínir. Það er samt soldið erfitt að pikka á tölvuna með svona mikið af plástrum...
Á móti hverju???
Ég er formlega á móti Á Móti Sól fyrir að geta ekki samið almennilega texta.
„Keyrðu mig heim, ég er fullur, kemst ekki sjálfur neitt”
Og auðvitað:
„Og núna má ég allt, ég er tvítugur í dag, ég nenni ekki neinu.”
OMG, ef ég myndi semja svona bull, þá held ég að ég myndi bara fara og skjóta mig. O jæja, kannski er það að virka í FM heiminum að vera vitlaus og innihaldslaus... Guð hvað ég er fegin að ég bý ekki þar ;)
Monday Monday...
Ah, helgin að baki og ég komin á minn stað í lífinu aftur, vinnan farin að kalla og ég að svara... Or something!
Það var svo mikil rigning á landinu um helgina að það var hætt við útileguna. Í stað hittist fólkið í Heiðmörk þar sem var boðið upp á: gott veður, góðan mat, gítarspil og söng, alveg eins og var búið að lofa! Svo klögruðumst við (þ.e.a.s. allir nema Elsa af því að hún var að passa bakið) niður í Maríuhelli, það er bara scary. Maður fer niður um litla holu í jörðinni og verður næstum að skríða á höndum og fótum og beygla sig allan saman til að komast inn í sjálfan hellinn, sem er reyndar nokkuð stór og flottur, fínn hljómburður í honum held ég. Kannski ég dragi Völlu með mér þangað til að prófa. Hehe. Kvöldið endaði svo í karaoke partíi heima hjá Rósu, sem á frábærar karaoke græjur! Það var voða voða gaman!
*syngur* It's my party and I'll cry if I want to...
I like to sing ;)
Sunnudagurinn fór svo í algjörlega ekki neitt, ég horfði á Angel, seríu 3, box 1 í annað skipti (kannski ætla ég að horfa á það í 3. skipti í kvöld, veiiii), lá bara upp í sófa, þreytt og mygluð undir teppi. Svoooooo þægilegur dagur, vildi að það gætu fleiri dagar verið svona!