miðvikudagur, apríl 16, 2003

Nágrannabull…
Ég á nágranna frá helvíti. Það er eldri kona, kannski svona rúmlega sextug og ég sver það, ef hún er ekki Satan sjálfur þá hlýtur hún að vera mamma hans. Anyways, hún er með sameignina í blokkinni og sérstaklega þvottahúsið gjörsamlega á heilanum og er alltaf að kenna mér um eitthvað sem ég geri ekki eða búa til skrítnar sögur í hausnum á sér um það hvað þessi og hinn í blokkinni “hlýtur” að vera að gera og ég held að hún geti bara ekki opnað á sér munninn án þess að tuða og nöldra. Ég þoli hana ekki, og eftir ákveðið atvik í gær langar mig virkilega mikið til að gera eitthvað við hana, hefna mín einhvern vegin á henni. Málið er bara að ég hef engar góðar hugmyndir, svo ef ykkur dettur eitthvað í hug, endilega komið með það! Besta tillagan fær verðlaun og verður kannski framkvæmd, ef ég verð ennþá pirruð út í hana á morgun því eins og sagt er; Revenge is a dish best served cold ;)

mánudagur, apríl 14, 2003

p.s. bull...
Ef ég á einhvern tíma eftir að eignast börn og ferma þau, þá fá mínir gestir sko pinnamat og pappaglös og hana nú!
Helgarbull...
Úff, ég er dauð Bubbla í dag :( Ég fór sko í fermingarveislu í gær hjá systursyni mínum og endaði á því að vera á þeytingi um allan salinn að tína saman glös og diska og kaffibolla og drazl, fylla á matarborðið og allskonar... semsagt, settist varla niður frá 4-23. So yeah, I’m pretty much dead...
Stóóórt karmaknús til Trausta (bróður) og Unnar (frænku) sem stóðu sig líka eins og hetjur í gær!

Það voru víst bara 6 manns böstaðir á Viðbjóðshátíðinni í Laugardalshöll á föstudagskvöldið, hinir voru bara heppnir, enda alkunna að þarna hafa flestir ef ekki allir verið undir áhrifum af einhverjum þeirra E-lyfja sem þarf að nota til að slæva heilbrigða skynsemi til að geta hlustað á þessa tegund tónlistar...