föstudagur, nóvember 08, 2002

Föstudagur. Ég hefði getað svarið að það var mánudagur í gær, svo að á mínum hraða ætti semsagt að vera í mesta lagi miðvikudagur í dag. Mikið er ég fegin að alheimurinn fer ekki eftir mínu höfði ;) Með þessu áframhaldi verða bara komin jól á morgun... og ég er ekkert búin að versla. Mér finnst samt æðislegt að það eru að koma jól, það er svo gaman að komast í jólafrí og svona. Ég vildi samt að ég væri í skóla eins og restin af vitleysingunum, þau fá öll svo langt jólafrí, ekki ég. *sniff* En það er nú í lagi, það stefnir nú allt í það að ég verði í skóla löngu eftir að þau eru útskrifuð og komin með vinnu sem heldur þeim föstum á meðan ég dúlla mér í jólafríum ;)
Eníveis, nú ég fara og gera eitthvað af viti í vinnunni svo að ég geti farið í helgarfrí með góðri samvisku, áður en jólafríið skellur á...

Faðmaðu heiminn, það er föstudagur ;)

Ég ætla líka að pimpa aðeins fyrir Hödda, það er sko mynd af honum á Hot or Not síðunni og auðvitað eiga allir að fara hingað og gefa honum 10 af því að hann er svo Hot ;)

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Eru ekki alveg örugglega einhverjir fleiri þarna úti sem finnst Edduverðlaunin fáránleg? Ég meina sko, ef við brjótum þetta aðeins niður þá er þetta yfirleitt svona: Af þeim 3-4 bíómyndum sem eru framleiddar á Íslandi er ein sem fær öll verðlaunin (í fyrra var það æj þarna myndin eftir Ágúst Guðmundsson og í ár verður það Hafið) af því að það er yfirleitt bara ein mynd sem er nógu listræn og menningarleg og með nógu mikið af skotum úr íslenskri náttúru til að eiga skilið að fá verðlaun. Svo er öllu blandað saman í hinum flokkunum, t.d. er flokkur sem heitir Hljóð og mynd og í honum eru tilnefningar fyrir kvikmyndatöku á Fálkum, kvikmyndatöku á einhverju sem heitir Málarinn og sálmurinn hans um litinn (?) og fyrir klippingu á Hafinu. Þetta eru nú soldið ólíkar tilnefningar, en það er bara ekki hægt að ná tilnefningum í heilan flokk um klippingu eða kvikmyndatöku eða kvikmyndatöku fyrir sjónvarp, bransinn hérna er alltof lítill. Þetta er bara snobb og ekkert annað. Eða jú, þetta er náttúrulega fín afsökun fyrir fylleríi sjónvarpselítunnar og þar geta allir hlutir gerst; Logi Bergmann og Sirrí fara á trúnó og tala um gömlu góðu dagana á Rúv og hvað það sé erfitt að vera alltaf svona sexí og Baltasar og Friðrik Þór skylmast með Eddunum sínum og Jón Ólafs (píanógaurinn, ekki skattsvikarinn) fær útrás og spilar í gegnum Never mind the Bollocks með Sex Pistols á flygilinn í Þjóðleikhúsinu. Hvenær á þetta fólk annars að skemmta sér???
Og BTW, ég þori að veðja að fyrirsögnin á næsta Skitið og skeint... ég meina Séð og heyrt verður: Fjör á Eddunni; Sjáið fínu kjólana þeirra, upphrópunarmerki...
Urrrrrrrrrrrr.... Stundum er ég bara kranky bitch þegar ég vakna á morgnana, sérstaklega ef ég vakna seint og það er vindur úti, það er alveg versta samsetning af mér sem hægt er að hugsa sér. Ég hata að labba í vindi. I think I'll go bite somebody's head off now...

þriðjudagur, nóvember 05, 2002

Úfffff hvað það er dimmt úti. Það er eins og myrkrið og snjórinn komi okkur Íslendingum sífellt á óvart, þrátt fyrir að við ættum nú að vera farin að þekkja þetta. Og núna er komið svo mikið myrkur að ég labba í vinnuna í myrkri, sit í vinnunni með dregið fyrir alla glugga og labba svo heim í myrkri. Oh, við Angel eigum svo mikið sameiginlegt þessa dagana ;)

mánudagur, nóvember 04, 2002

Uhm.... Skjús mí...


Find your inner Smurf!


Veiiiiii hvað það var gaman á laugardagskvöldið! Við vorum samt ekkert lengi að, það voru allir farnir um kl 2 og fólk var bara takk fyrir að skella sér í bæinn, klætt eins og ég veit ekki hvað! En það er nú bara gaman að því. Og ég held að ég hafi verið kosin í næstu skemmtinefnd. Ég er samt ekki alveg viss af því að það er smá þoka í hausnum á mér, en ef þetta er nú satt þá verður mitt fyrsta verk í embætti að endurvekja hið árlega karókíkvöld Miðlunar og koma á fót Full Monty kvöldum þar sem hönkarnir í fyrirtækinu verða skyldaðir til að strippa ;) Ahahhahahahahaha....
Blargh, ég nennnisssiggiii, ég er líka bara hálfbloggari svo að ég þarf ekki að skrifa meira í dag! Sjáumst síðar...