fimmtudagur, júní 27, 2002

Ahhhhhhh, engir iðnaðarmenn í dag, mér tókst að sofa óáreitt til kl 13:00! Það var frábært :)
Annars var þetta frekar uneventful dagur, eins og venjulega. Ég fór aðeins heim til mín (eins og áður hefur komið fram er ég hjá systur minni þessa dagana að vökva blóm og passa kanínustrákinn Pésa) og þvoði smá af fötum og tók til. Major árangur! Svo fór ég í mat til mömmu, sem bauð okkur systkinunum upp á dýrindis fiskibollur frá Fiskbúðinni Okkar. Mmmmm. Svo hefur bara allt verið í rólegheitunum, ég kláraði að vísu verkefni vikunnar fyrir Surfvivor leikinn (allir að fara á rusl.is og kjósa mig!!!) og mér fannst það mjög vel af hendi leyst!
Anyways, ég er farin að sofa... Ahahahhahahahah, þarna náði ég næstum því að gabba þig, ég fer ekkert að sofa strax, en ég er að spá í að fara að horfa á Fóstbræður eða Simpsons eða eitthvað skemmtilegt...

miðvikudagur, júní 26, 2002

Úffff hvað þessi dagur byrjaði illa. Ég var sko vakandi til kl 4 að horfa á Buffy, var að klára að horfa á seríu 2 og endirinn á henni er svo hræðilegur að ég fór að gráta. Ég er ekkert að djóka með þetta! Anyways, ég fór semsagt seint að sofa og nema hvað, iðnaðarmennirnir byrja að skrapa blokkina að utan kl 9. Urrrrrrrr hvað ég var reið. Mér tókst samt að grafa mig ofan í koddann og sofa til 11. Ekki einu sinni 8 tíma svefn, hrikalegt. Ég vona að þeir geri þetta ekki aftur á morgun, þá fer ég út og lem einhvern!
Jæja, eftir að ég hafði verið vakin á svona hrikalega ósvífinn hátt settist ég við tölvuna og MSN-aðist aðeins við Leif, statusinn á Buffy akkúrat núna er þannig að Ásgeir er með seríu 3 í láni en ég er alveg næst í röðinni! Veiiii!!! Svo fór ég inn á amazon... Big mistake. Ég var föst þar í 3 klukkutíma að búa til óskalista. Ég er komin með um 60 hluti sem mig langar í so far og það er aðallega tónlist, ég er varla byrjuð á bókum og vídeóspólum og DVD dóti. Eins og Valla sagði; So much stuff, so little money... Ég kemst aldrei yfir að kaupa þetta allt, en það er gott að vita hvað mann langar í.
Trausti bauð mér bíómiða á mynd sem heitir Unfaithful. Ég þáði boðið með þökkum, alltaf gaman að fara frítt í bíó... Eða hvað, eftir þessa reynslu er ég bara ekki viss. Þessi mynd er vibbi. Fjallar um gifta konu sem fellur fyrir Frakka sem hún fýkur á á hvassviðrisdegi í New York. Ugh, í fyrsta lagi gat ég ekki fundið til samkenndar með konunni eins og þessi mynd átti greinilega að framkalla, framhjáhald er viðbjóður og ég get ekki fundið til með þeim sem halda framhjá. Í öðru lagi fannst mér einkar ótrúverðugt þegar Richard Gere (af hverju í helvítinu er hann farinn að leika í svona vondum myndum (Dr. T and the women, Autumn in New York osfrv)) drap elskhugann, og fáránlegt að akkúrat þegar hann er í íbúðinni hans (sko franska elskhugans) hringir konan hans og les break-up skilaboð inn á símsvarann... Guð, ég vona að ég hafi ekki skemmt fyrir neinum sem ætlar að sjá þessa mynd, HAH! Í þriðja lagi var þetta virkilega langdregin og leiðinleg mynd. Ég og Loco (sem kom með mér á þessa hörmung) gerðum með okkur samning á bílastæðinu fyrir utan Smárabíó; við ætlum aldrei aftur að sjá mynd með Richard Gere. Mér finnst það allt í fína, ef ég fyllist óstjórnlegri löngun til að horfa á hann (sem ég hef reyndar ekki upplifað hingað til) þá get ég horft á An Officer and a Gentleman eða Pretty Woman, það eru góðar myndir. Allavega Pretty Woman!

mánudagur, júní 24, 2002

Nú er ég formlega búin að vera í sumarfríi í einn dag og ég er að mygla. Ekki það að mig langi neitt sérstaklega að vera í vinnunni, ég hef bara ekkert skemmtilegt að gera. Nema náttúrulega að passa upp á hann Pésa kanínustrák! En hey, þetta venst ábyggilega! Svo erum við Loco að tala um að fara í sólarferðalag í næstu viku, þeas að finna sólina á Íslandi! Gangi okkur vel.
Anyways, nenni ekki meir núna, ég er farin að horfa á Buffy... Ég á samt bara eftir að horfa á 2 þætti af seríu 2, ég þarf að gá hvort að Leifur sé ekki til í að lána mér 3 seríuna fljótlega... Leifur, ef þú lest þetta... ;)

sunnudagur, júní 23, 2002

Urrrrrrrrr, af hverju koma ekki íslensku stafirnir í linkunum??? Helv... drasl...
Ég gæti þurft að tala við bróður minn um þetta mál...
Ok, ég þurfti að byrja allt upp á nýtt eftir gestabókarklúðrið á hinu blogginu mínu, ég gjörsamlega hata þessa gestabók, en nú er ég búin að setja hana inn á heimasíðuna mína so I'm pretty much stuck with it... Bú hú.
Anyways, eins og þið sjáið hér að ofan er ég farin út í heimasíðugerð. Það er bara eiginlega einum of auðvelt að búa til þessar kasmír síður, ég held að ég færi mig eitthvert annað bráðum...