föstudagur, október 18, 2002

Á þessum árstíma verður mér gjarnan hugsað til tölvupósts sem ég fékk fyrir löngu síðan og var saminn af útlendingum sem áttu í einhverjum erfiðleikum með að skilja íslenska menningu til hlítar. Ein setningin var svona: "You know you're Icelandic when once a year a family member's kitchen doubles as a meat processing plant." Það er nefnilega komið að því að gera slátur í minni familíu og ég býst fastlega við því að um þetta leyti á morgun verði ég að hræra í blóði og hakkaðri lifur upp að olnbogum í eldhúsinu hjá mömmu. Ég veit líka alveg að ég er Íslendingur...

fimmtudagur, október 17, 2002

It's test time...

Sá þetta á keizblogginu:


I Am The Sex Toy:


G-Spot Vibrator: Simple and to the point. I know how you like it and thats how I do it. Not much else to say about myself.

Find out what sex toy you are.


Simple and to the point??? Ég??? Tell me it's not true...

miðvikudagur, október 16, 2002

Ég var að finna mestu og bestu nostalgíusíðu í heiminum. Endilega farið þangað og hlustið á lögin úr uppáhalds sjónvarpsþáttunum ykkar, ég mæli sérstaklega með He-Man, Gummi Bears, Chipmunks, Jem, My Little Pony (ég er stelpa, ég má það), Prúðuleikararnir, Transformers, Spiderman & his Amazing Friends (Spiderman frá 1965 er líka alveg frábært!) og auðvitað Thundercats. Ahhhhh, muniði í þá gömlu góðu daga þegar teiknimyndir fengu að vera á útlensku??? *andvarp*

þriðjudagur, október 15, 2002

Muniði eftir henni Karyn sem er að láta alla heimsbyggðina sjá um að borga skuldirnar sínar??? Ég rakst á aðra síðu í svipuðum dúr; helpmeleavemyhusband.com. Konan vill semsagt skilja við manninn sinn. Ekki af því að hann lemji hana eða sé eitthvað vondur við hana, heldur er þetta bara ósköp venjulegt hjónaband sem er ekki alveg að ganga upp og hún vill að fólk sendi henni peninga svo að hún geti lært að verða hjúkrunarkona og flutt í burtu frá honum.
Ég er ekki ennþá búin að gera upp við mig hvort þetta er einskær snilld eða einstaklega sorglegt. Meira af því síðar.

mánudagur, október 14, 2002

Bærinn var fullur af Skotum um helgina. 2500 stykki sem komu hingað gagngert til að fara á fyllerí. Sögðu að vísu flestir við konur og börn að þeir ætluðu að horfa á fótbolta en tilgangurinn var víst að gera úttekt á íslenskri kráarmenningu. Ég gerðist reyndar ekki svo fræg að kíkja undir pilsfalda og þreifa á berleggjuðum hálendingum, ég hélt mig bara heima um helgina. Og heima hjá öðru fólki. Enda lögreglan margoft búin að lýsa því yfir að þeir geti ekki haldið uppi lögum og reglu í bænum þegar hingað streyma útlendingar í tonnavís. Eða hvað??? Svona þegar ég fer að hugsa um það heyrði ég bara ekki neitt um það að lögreglan væri með einhverjar áhyggjur af því hvað færi fram í bænum. Enginn kom fram í fjölmiðlum og talaði um það að það væri ekki hægt að taka á móti þessum Skotum, að þeir væru of margir og að enginn vissi hver "raunverulegur tilgangur" væri með komu þeirra.
Kannski er hefur löggæslu í landinu farið svona rosalega fram á síðustu mánuðum að við getum farið að taka á móti stórum hópum án þess að vísa meirihluta þeirra úr landi. O jæja, við sjáum til í næstu sleikjóheimsókn frá Kína...
Ég les Moggann á hverjum degi. Ekki endilega af því að ég vil það, heldur fæ ég borgað fyrir það, haha! Í dag rakst ég á auglýsingu fyrir slökkvitæki í sjónvörp og byrjaði svona:

Af hverju slökkvitæki í sjónvörp?
1. Það getur kviknað í þeim



Úbbs, er það virkilega???