föstudagur, ágúst 09, 2002

Áminning
Svona rétt áður en ég fer ætla ég að minna alla á að láta sjá sig í Gay Pride á morgun, sama hvort maður er gay, straight, bi eða try, allir eiga að koma út á morgun og skemmta sér með öllum hinum :)
Ó nei...
Keiz hefur rétt fyrir sér, ég er alls ekki hrifin af þessu. Það er nóg af þessum kvikindum sem tókst að komast hingað af sjálfsdáðum, það er óþarfi að hjálpa þeim að komast inn í landið þar sem þeirra eini tilgangur er að hræða úr mér líftóruna þegar ég geng um götur og göngustíga borgarinnar. Ég held að ég flytji á Svalbarða næsta sumar.
Draumar eru skrítnir
Mig dreymdi ferlega skrítinn draum, ég sat við borð á bókasafni og var að tala við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um karlmenn og fótbolta og við vorum rosa klárar og vissum allt um fótbolta og allt um karlmenn.
Freudískur draumur if I ever had one!

fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Hvaða lag...
Rakst á þetta einhvers staðar á netinu og ákvað að skrásetja soundtrack lífs míns. Hluta allavega.
Hvaða lag...
Minnir þig á einhvern sem þú elskaðir: Ég hef aldrei verið ástfangin en lagið sem mér finnst vera ást er Let’s Stay Together með Al Green
Minnir þig á einhvern sem var vinur þinn: KitKat lagið; Gimme a break, gimme a break, break me up a piece of that KitKat bar...
Fær þig til að gráta: With or without you með U2. Ok, ég fer ekki að gráta, en næstum því.
Fær þig til að hlæja: I’m the Only Gay Eskimo... og nánast allt með Weird Al
Fær þig til að dansa: Luftgítar... (Ég dansa ekki ;) Loco var reyndar að minna mig á það að það er eitt lag sem ég dansa alltaf við þegar ég heyri það, ég bara get ekki annað; Do a little dance, make a little love, get down tonite... ;) Þetta var alltaf í Dressman auglýsingunum og ég dansaði alltaf þegar þetta kom í sjónvarpinu!
Fær þig til að syngja með: Ég syng með öllu. Segi það og meina það, ÖLLU
Minnir þig á þann sem þú elskar: Ég er ekki ástfangin
Minnir þig á þann sem þú þráir: Jump around-House of Pain ;)
Vildirðu hafa samið: Paranoid Android-Radiohead
Viltu aldrei heyra aftur: Svooooo mörg lög. Stilltu bara á FM957 og þá heyrirðu megnið af þeim ;)
Viltu láta spila í brúðkaupinu þínu: Ég veit ekki hvort ég á einhvern tíma eftir að gifta mig, en mér finnst alltaf soldið fyndið atriðið í Muriel’s Wedding, þar sem hún gengur inn kirkjugólfið við Abba lagið I do I do I do I do I do I do... I think I'd like that!
Eru táningsárin þín í hnotskurn: Creep-Radiohead, Smells like teen Spirit-Nirvana. Ég var táningur í Grunge bylgjunni, gekk í skyrtum, með svarta prjónahúfu og í Dr.Martens uppháum reimuðum skóm með stáltá.
Viltu vakna við: KitKat lagið ;)
Hlustarðu á úr plötusafni foreldra þinna: Tónlist frá 7.áratugnum, Cat Stevens, Bítlana, Mamas & the Papas...
Er í uppáhaldi hjá þér, en þú myndir ekki vita af því ef vinur/vinkona hefði ekki bent þér á það: Hmmm, man ekki eftir sérstöku lagi, en ég heyrði í Moorcheeba í fyrsta skipti hjá Hildi og mér finnst það mjög góð hljómsveit
Finnst þér myndbandið skemmtilegra en lagið: Mission impossible lagið með Limp Dickshit... úbbs, Bizkit ;)
Er í uppáhaldi hjá þér og er líka úr bíómynd sem þér finnst frábær: Let’s stay Together með Al Green, úr Pulp Fiction og allt soundtrackið úr Virgin Suicides
Minnir þig á tunglið: Ég hugsa um tunglið og geiminn þegar ég heyri Stellar með Incubus. “Meet me in outer space/We could spend the night, watch the earth come up” Mig hefur sko alltaf langað til að gera það...
Minnir þig á myrkur: Lög með Nick Cave. En ekki á slæman hátt
Minnir þig á óveður: Somewhere over the Rainbow. Af því að í myndinni kemur óveðrið á eftir því...
Er mest kynæsandi: Feelin’ Love með Paula Cole. Þetta lag er á City of Angels soundtrackinu, númer 4 minnir mig, kíkið á það.
Fær þig til að hugsa um einveru: All by myself. Bara textinn...
Lætur þér líða vel, sama hvað á dynur: Good morning Starshine úr Hárinu. Love that.

Ég er sko tónlistarlegur kleyfhugi...
Buffy setning dagsins ;)
Giles: Testosterone is a great equalizer. It turns all men into morons.
Nú í bíó...
Myndin Novocaine er víst að koma á óvart. Það stendur á tveimur stöðum í DV í dag að hún sé bara nokkuð góð. Ég held að ég sé alveg til í að sjá hana, enda eru vel heppnaðar svartar kómedíur langbestu myndir sem maður sér. Ég læt ykkur svo vita hvað mér finnst...
Vííííí...
Ég er að hugsa um að taka upp nýtt áhugamál. Hver vill vera memm???
Bubblið nöldrar!
Maður er víst ekki alvöru bloggari nema maður nöldri yfir einhverju reglulega. Yfirleitt nenni ég samt ekki að nöldra, ég er svo svakalega sátt við lífið og tilveruna en núna verð ég að gera undantekningu, eftir að Valla vakti mig til meðvitundar um mikið og stórt vandamál í okkar samfélagi.
Hvað er málið með að snúa tölunum á símanum öðruvísi en t.d. tölunum á vasareikni eða lyklaborði??? Það er óþolandi þegar maður er búinn að vera að slá inn tölur á töluborðinu á lyklaborðinu og þarf svo að hringja og ýtir á 2 í staðinn fyrir 8 og 9 í staðinn fyrir 3. Af hverju er ekki hægt að hafa samræmi í þessu? Urrr og pirrrrr.
Nöldur endar.

miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Hagkaup reddar öllu...
Það er ekki að spyrja að því, hvort sem mann vantar brauð, mjólk, sjampó, barbídúkkur eða framtíðarspá, það fæst allt í Hagkaup.
Mánudagsblús á miðvikudegi...
I feel like I'm diagonally parked in a parallel universe.

þriðjudagur, ágúst 06, 2002

Buffy...
Hef ég einhvern tíma talað um það að ég elska Buffy? Sem þátt, ekki sem persónu sko ;) Ég meina, hvernig er ekki hægt að hafa gaman af þáttum sem eru svona frábærlega skrifaðir???

Buffy: Who are you?
Angel: Let's just say...I'm a friend.
Buffy: Yeah, well, maybe I don't want a friend.
Angel: I didn't say I was yours

Xander: I laugh in the face of danger. Then I hide until it goes away.

Giles: Why should someone want to harm Cordelia?
Willow: Maybe because they met her? Did I say that?

Cordelia: Oh, I'm not saying that we should kill a teacher every day just so I can lose weight. I'm just saying, when tragedy strikes we have to look on the bright side, y'know? Like how even used Mercedes still have leather seats.

Helgin sem leið, leið hratt og vel.
Jæja, þá er síðasta langa helgi sumarsins að baki og maður getur farið að telja niður í jólafríið!
Þessi Verslunarmannahelgi var með eindæmum róleg, engin alvarleg slys á fólki og fáar kærur vegna nauðgana eða annarra ofbeldisverka. Fréttastofur landsins hafa þess vegna verið með ítarlegar veðurlýsingar og viðtöl við blautt fólk, auk þess að fá smá kikk í gærmorgun þegar maður var grunaður um að hafa skotið af byssu í húsi á Álftanesi. En gerði sennilega ekki. Það var sko sagt síðar í fréttatímanum, þegar búið var að æsa þjóðina upp vegna hugsanlegs fjöldamorðs í Bessastaðahrepp, að maðurinn hefði ekki skotið af byssunni innandyra. En núna eru líklega allir íbúar á Álftanesi komnir í áfallahjálparprógramm á vegum ríkisins þar sem þeir brotna niður og gráta vegna þess að það hefði getað verið maður með byssu sem hefði mögulega, hugsanlega, kannski ætlað að skjóta einhvern. En gerði það ekki.
Ég er ekki að gera lítið úr þessu, ég hefði ábyggilega orðið soldið sjokkeruð ef ég hefði vaknað með víkingasveitina inni í svefnherbergi hjá mér. Ég bjó reyndar einu sinni í blokk þar sem maður ætlaði að skjóta konuna sína með haglabyssu. Ég fékk samt ekki áfallahjálp.
Eníveis, ég hafði það gott um helgina, thanx for asking, var hjá Keiz mest alla helgina og við vorum voða duglegar að baka og horfa á vídeó og sonna. Bara rólegheit. Og ég er í aukafríi í dag, svo að VEI! Ég er að hugsa um að fara að horfa soldið meira á Buffy;)