Er ekki alveg einum of mikið að fyrsta fyrirspurn dagsins kl 8:00 að morgni sé um BDSM? Eða er þetta bara one of those days???
föstudagur, október 11, 2002
fimmtudagur, október 10, 2002
Guð minn góður, af hverju líður þessi dagur svona hægt? Ég er að deyja hérna...
Ég þurfti sko að mæta klukkutíma fyrr í morgun af því að það var starfsmannafundur í vinnunni og þar voru okkur færðar fréttir sem munu gjörbylta tækniheiminum eins og hann leggur sig. Ahahahahahhaha... Og ekki nóg með það að ég hafi þurft að vakna heilum klukkutíma fyrr, klukkutíma sem hefði mátt nota í síðasta atriðið í draumnum mínum (sem var mjööög spennandi BTW) eða bara draumlausan, væran svefn, heldur þurfti ég líka að labba í vinnuna í þessu ógeðslega, hræðilega, ógeðslega, ömurlega veðri. Oj hvað ég er ekki spennt fyrir því að þurfa að endurtaka leikinn á leiðinni heim. Ég er alveg í fyrsta skiptið í langan, langan tíma að hugsa hvað það væri nú gott að eiga bíl... *andvarp*
Ég þurfti sko að mæta klukkutíma fyrr í morgun af því að það var starfsmannafundur í vinnunni og þar voru okkur færðar fréttir sem munu gjörbylta tækniheiminum eins og hann leggur sig. Ahahahahahhaha... Og ekki nóg með það að ég hafi þurft að vakna heilum klukkutíma fyrr, klukkutíma sem hefði mátt nota í síðasta atriðið í draumnum mínum (sem var mjööög spennandi BTW) eða bara draumlausan, væran svefn, heldur þurfti ég líka að labba í vinnuna í þessu ógeðslega, hræðilega, ógeðslega, ömurlega veðri. Oj hvað ég er ekki spennt fyrir því að þurfa að endurtaka leikinn á leiðinni heim. Ég er alveg í fyrsta skiptið í langan, langan tíma að hugsa hvað það væri nú gott að eiga bíl... *andvarp*
OMG...
According to the Alien Abduction Test There is a 38% chance that I've been abducted by Aliens!
Þetta gæti nú útskýrt ýmislegt...
According to the Alien Abduction Test There is a 38% chance that I've been abducted by Aliens!
Þetta gæti nú útskýrt ýmislegt...
miðvikudagur, október 09, 2002
Las þetta á strik.is:
Samkvæmt heimildum DV mun hafa verið ráðist inn á heimili fólks um miðja nótt í Garðabæ fyrir skömmu og jaxlar dregnir úr húsráðandanum á staðnum. Vart þarf að taka fram að deyfing hefur ekki verið viðhöfð við þessa aðgerð né heldur að svæfingalæknir hafi verið viðstaddur. þessi atburður mun ekki hafa verið kærður til lögreglu, væntanlega vegna ótta við frekari líkamsmeiðingar. DV í dag fjallar um þá auknu hörku sem kominn er í undirheima Íslands.
Hvað er í gangi? Hvað varð um gömlu góðu dagana þegar hnéskeljar voru það eina sem meiddust???
Samkvæmt heimildum DV mun hafa verið ráðist inn á heimili fólks um miðja nótt í Garðabæ fyrir skömmu og jaxlar dregnir úr húsráðandanum á staðnum. Vart þarf að taka fram að deyfing hefur ekki verið viðhöfð við þessa aðgerð né heldur að svæfingalæknir hafi verið viðstaddur. þessi atburður mun ekki hafa verið kærður til lögreglu, væntanlega vegna ótta við frekari líkamsmeiðingar. DV í dag fjallar um þá auknu hörku sem kominn er í undirheima Íslands.
Hvað er í gangi? Hvað varð um gömlu góðu dagana þegar hnéskeljar voru það eina sem meiddust???
mánudagur, október 07, 2002
Við Loco fórum í Kolaportið í gær að leita að Mimi fötum. Þið vitið, Mimi úr Drew Carey show. Mér finnst Mimi svo æði að mig langar til að vera hún á Halloween grímuballinu sem verður í vinnunni bráðum. Ég á akkúrat rétta augnskuggann í það, nú vantar mig bara fötin. Það var semsagt ekkert til í Kolaportinu. Kannski við reynum Hjálpræðisherinn næst. Ég er nú reyndar ekkert bjartsýn á að finna svona fatnað, hún er svo spes en ef ég finn efni einhvers staðar þá er kannski bara spurningin að taka fram saumavélina hennar mömmu og biðja hana voða fallega að sauma fáránlega hallærislegan kjól handa mér. Ef einhver þarna úti veit um Mimi föt þá má sá hinn sami endilega láta mig vita...