laugardagur, ágúst 03, 2002

Viðbjóður dagsins...
...er án efa köld pizza með gráðosti. *gubb*
Hvurslags...
...uppeldi er þetta eiginlega? Geta foreldrar ekki fundið eitthvað uppbyggilegra að gera með börnunum sínum heldur en að ráðast á mann og annan? Þetta er bara virkilega sorglegt.
Goddamnit
Ég svaf yfir mig í morgun. Ó boy ó boy ó boy. Ég sofnaði sko heima hjá Keiz í gær eftir hafa horft á snilldina Cats&Dogs, sem er æði! Og svo bara svaf ég. Og svaf. Og vaknaði ekki fyrr en kl 10:22, en þá voru einmitt 22 mínútur síðan ég átti að mæta í vinnuna. Sjitt. Ég held að ég hafi sett einhvers konar met, ég var komin hingað uppeftir kl 10:30. Dem, ég þoli ekki að sofa yfir mig. Nú verð ég beygluð í allan dag.

föstudagur, ágúst 02, 2002

Zzzzzzz
Það er alveg ekkert að gera hjá okkur, ég held að það hafi aldrei verið svona fáar hringingar til okkar. Eins gott að við erum í skrítnum skyrtum til að stytta okkur stundir ;) Anyways, ég er búin að eyða deginum hérna og ég verð bara að segja, ef þú kannt á gítar en vantar lög til að spila, þá er þetta síðan til að fara á. Það er allt þarna, allt frá Abba upp í Rammstein og allt þar á milli. Tjekk it man...
TGIF man!
Það er "Komdu í skrítinni skyrtu" dagur í vinnunni í dag! Ég fékk lánaða skrítna skyrtu hjá Keiz, hún er blá og ljósblá með psychadelic mynstri, ef ég hreyfi mig of mikið tekst mér ábyggilega að dáleiða stelpurnar við hliðina á mér! Svo setti ég á mig fáránlega bláan augnskugga, Sigrún setti vöfflur í hárið á mér og ég batt tjullborða utanum hausinn á mér. Ég er voða voða fín!
Hinar stelpurnar eru líka æði, það svífur nettur 80's andi yfir vötnunum hér í dag! Við erum sko bara 6 í vinnunni í dag svo að við ákváðum að gera eitthvað skemmtilegt. Svo verður pizza og bjór í hádeginu ;) I love my job!
Ég og Keizið fórum á Sticks'n'Sushi í gær, það var æði. Einu sinni fannst mér sushi ferlega skrítið og eiginlega vont, en núna finnst mér það best í heiminum. Og ég mæli sérstaklega með Sticks'n'Sushi, það er besti sushi staðurinn í bænum.

fimmtudagur, ágúst 01, 2002

I'm so alone
Af hverju fer fólk í banka nú til dags, eru ekki allir komnir með netið? Hildur og Valla hafa ekki tíma til að tala við mig í dag af því að það eru mánaðamót og svo mikið af fólki í bönkunum þeirra. Kommon fólk, hvernig væri að nota heimabanka SPRON eða Landsbankans svo að ég geti eytt smá quality time online með vinum mínum???
Svo heitt
Ég fór út að borða í hádeginu. Nei, sko ég fór ÚT að borða, út á svalir, það er geðveikt veður úti. Það er eins og júlí hafi verið opinber skítaveðursmánuður sumarsins, um leið og það er kominn ágúst er komin sól! Kannski er sólin bara að fagna með mér, því eins og aðrir launaþrælar var ég að fá útborgað í dag, veiiiii og í kvöld ætla ég að fara með Keizinu út að borða á Sticks'n'Sushi.
Var annars að lesa í DV að það eru komnar útlínur fyrir Airwaves hátíðina. Á meðal flytjenda í ár verða Fatboy Slim, The Hives, Blackalicious, Gus Gus, Apparat Organ Quartet, Darren Emerson og allt að 60 íslenskar hljómsveitir og tónlistarmenn. Án efa viðburður ársins. Það hafa nefnilega ekki verið neinir viðburðir í ár...
Nú á Hildur eftir að skamma mig og segja að Travis hafi sko verið viðburður...

Aaaaaaargh
Ég hata skattinn... Helvítis skattstjóradruslan segir að ég skuldi honum fullt fullt af peningum, sem er náttúrulega bara vitleysa. Urrrrrrrrrr...

miðvikudagur, júlí 31, 2002

HEY!!!
Djísös kræst, ég þarf að fara að setja klám hingað, ég er búin að detta niður um einn heilan síðan í hádeginu. Það er eins gott að mér er rottusama um hvað fólki finnst ;) En svona í alvörunni, er þetta af því að ég er stelpa? Af því að bloggið mitt er bleikt? Af því að ég lifi um það bil mest óspennandi lífi í heiminum??? Oh well, smelltu hér til að sjá klám...
Plögg dagsins
Á maður ekki bara að skella sér á Innipúkann um helgina?
Verslunarmannahelgin nálgast...
Hvernig veit maður að það er að koma Verslunarmannahelgi? Bylgjan setur veðurspá fyrir helgina inn í miðjan fréttatíma á miðvikudegi.
Fyrir þá sem ekki vita, það verður rigning og skýjað og leiðinlegt veður um allt land, HAH!
Hola amigos
Er ekki ágætt að hafa 8.7 í meðaleinkunn??
Ég fékk Buffy, season 1, special edition í gær, very special. Ég horfði samt bara á eina spólu í gær, maður verður að spara!
Mamma hringdi í gær og sagði að þau myndu koma heim í dag, svo að ég var bara róleg heima hjá henni og ætlaði bara að sofa þar. Skreið svo upp í stóra, ameríska rúmið hennar mömmu um 1 leytið með bók, nema hvað... Haldiði að þau hafi ekki bara komið heim klukkan 1:30, af því að það var rigning og tjaldvagninn gæti blotnað! Auðvitað var ekki séns að ég nennti að fara að dröslast heim með allt draslið mitt um miðja nótt svo að ég skipti út stóra ameríska rúminu fyrir litla IKEA rúmið hans bróður míns og lét hann sofa í aukaherberginu, muhuwahahahaha. Ég er stóra systir, ég má þetta ;)
Anyways, í dag er formlega síðasti dagurinn af blankheitum, þennan mánuðinn allavega. Þetta er það sem ég ætla að gera á morgun, eða fljótlega, þegar ég á péninga:

1. Bjóða Keizinu út að borða á Sticks&Sushi (af því að hún átti afmæli)

2. Taka fullt af vídeóspólum

3. Kaupa mat og baka skúffuköku

4. Kaupa meiri Buffy

5. Borga reikninga

Þetta þýðir náttúrulega að ég verð blönk aftur um miðjan ágúst as usual, en hey, þetta reddast ;)

þriðjudagur, júlí 30, 2002

Anywhere but here...
Það er alveg ekkert að gera í vinnunni, það er þoka úti (ég rétt sé grilla í Grafarholtið) og ég er þreytt. Ég er búin að vera að útiloka raunveruleikann með því að kíkja á www.privateislandsonline.com. Ég, Hildur, Leifur og Valla vorum að skoða þetta í vetur og stofnuðum The Getaway Gang sem hefur það að markmiði að kaupa eyju. Einhvern tíma þegar við erum orðin rík ;) Það væri nú gaman að geta hoppað til Karíbahafsins þegar rigningin og rokið er að drepa mann hérna, lagst niður á sína eigin strönd og haft það gott. Mér finnst að við ættum að flýta okkur að verða rík!
Jummmmíííííí
Mig langar í þetta. Og það er meira að segja uppskrift að þessu hérna.

mánudagur, júlí 29, 2002

Torture me
Ég fann upp nýja aðferð til að pína sjálfa mig, nú getur þú gefið mér einkunn hér til hliðar. Masókistíska hliðin mín kemur æ betur í ljós ;) Ég ætla samt bara að hafa þetta uppi í smástund, svo að drífðu þig...
Mundu samt að mér er nokk sama hvað þér finnst, I am, therefore I blogg, not the other way around...
Ómögulegt...
Ég byrjaði að horfa á CSI, svo lokaði ég augunum og þegar ég opnaði þau aftur var CSI bara búið. Það er ómögulegt að sofna svona á miðju kvöldi, setur mann alveg úr skorðum.

sunnudagur, júlí 28, 2002

Just for the record...





Just like I thought!!! Mér finnst bara of þægilegt að ráða yfir minni eigin fjarstýringu.
Samt sagði prófið sem ég tók á thespark að ég væri 70% dateable. Hmmm, guess you shouldn't believe everything you read on the net ;)
Góður dagur!
Váááá hvað þessi dagur líður hratt! Það gæti reyndar verið vegna þess að ég vaknaði klukkan 2 og er þess vegna bara búin að vera vakandi í rúma 4 tíma, en samt...
Ég er líka búin að vera ferlega dugleg að skrifa, ég er búin að gera útlínur fyrir fyrsta þáttinn í sögunni minni og nú þarf ég bara að skrifa handritið!
Geislaspilarinn í græjunum hennar mömmu er bilaður svo að þegar ég fór heim í gær að sækja dót náði ég í spólur sem ég hef ekki hlustað á í mörg ár. Ég meina, hver hlustar svosem á spólur í dag þegar maður hefur skrifanlega geisladiska og Mp3 og Kaaza og Soulseek og hvað þetta heitir allt á netinu! En ég á frábærar spólur síðan í gamla daga þegar ekkert af þessu var til og maður hlustaði á tónlist í útvarpi og beið lengi eftir að það kæmi eitthvað gott lag og henti sér á rec takkann um leið og útvarpsmaðurinn var búinn að tala ofan í byrjunina! Ah, the good old days!
Svo keypti ég spólu með Hljómum um borð í Norrænu þegar ég fór í skólaferðalag til Færeyja í 9. bekk og ég gjörsamlega elllllska hana. Hljómar eru bara snilld. Önnur gömul og góð spóla sem ég hef ekki hlustað á lengi er safnspóla með The Mamas and the Papas, Lovin' spoonful, Steve Miller Band og The Byrds. Now that's music! Mamas and the Papas eiga algjörlega bestu sing-a-long tónlist í heiminum og raddsetningarnar eru hreint ótrúlegar. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri Mama Cass syngja Dream a little dream of me. Svo er Steve Miller band náttúrulega frábær hljómsveit, lög eins og Space Cowboy og The Joker eru ekki samin á hverjum degi! Og gott ef Steve kallinn er ekki ennþá að túra af og til útí Ameríku. Ég væri nú alveg til í að sjá það.
Ég hlusta samt ekkert bara á gamla tónlist, ég er bara soldið blómabarn í mér og mér finnst tónlist frá 7. og 8. áratugnum frábær ;)
Urrrrrrrr
Annað hvort er ég svona hrikalega ljóshærð (...uuuuuuhhhh...) eða að ég er með takmarkaða kunnáttu í öllu tölvutengdu drasli, ég get ekki tekið þetta hérna að neðan út. Persónulega hallast ég að hinu síðarnefnda, þótt ég sé ljóshærð...
Bara prófa...
Sko. Litli bróðir minn er roooosalega góður teiknari og mig langaði til að setja mynd eftir hann hérna, svo að ég ætla að gá hvort ég geti sett hana hérna inn...