föstudagur, október 04, 2002

Úbbbbs, kíkti inn á Rokkslæðubloggið og þar stendur að tónleikarnir þeirra verði í kvöld. Hins vegar sagði eigandinn við mig fyrir nokkrum mínútum að þeir væru á morgun. Hmmmm, ég ætla að hringja og fá þetta staðfest, meira síðar...
Jæja, borgaryfirvöldum hefur tekist að lemja niður berrassabúllustarfsemi miðbæjarins. Minn gamli vinnustaður, Vegas, er ekki til lengur í sinni gömlu mynd heldur hafa eigendurnir ákveðið að búa til rokkklúbb sem heitir Barinn og er ekki vanþörf á í bænum. Formleg opnun verður á laugardagskvöldið og mun hin frábæra hljómsveit Rokkslæðan (ég er grúppía!) vera fyrsta hljómsveitin til að koma fram þarna. Mér finnst þetta snilldar múv hjá Þór og félögum og ég ætla bara að hvetja alla til að láta sjá sig á Rokkslæðutónleikunum á morgun, Stálfélagið verður líka með tónleika á næstunni...

fimmtudagur, október 03, 2002

Jey, ég er sætasti álfurinn í heiminum!
Legolas

Legolas Greenleaf

If I were a character in The Lord of the Rings, I would be Legolas, Elf, a son of the King of Mirkwood.

In the movie, I am played by Orlando Bloom.

Who would you be?
Zovakware Lord of the Rings Test with Perseus Web Survey Software

Ah, ekkert eins og smá "ritdeila" til að koma blóðinu á hreyfingu. Ég ætla ekki að tjá mig frekar um efni þessarar litlu "deilu" hérna vegna þess að hlutaðeigandi hefur opinberlega (opinblogglega) beðist afsökunar á ummælum sínum og fjarlægt umræddan póst. Sem er ekkert nema gott.
Það sem ég ætla að segja um þetta er hins vegar að þetta er misskilningur sem kom upp vegna þess að einhver cyber-asni skrifaði misfalleg orð í gestabók á annarri síðu án þess að þora að gera það undir nafni. Ég hef ekkert á móti fólki með skoðanir, mér finnst reyndar að allir eigi að hafa skoðanir en mér finnst bjánalegt, barnalegt og bananalýðveldislegt að fela sig á bakvið tölvuskjá og dulnefni og halda að maður komist upp með að segja hvað sem er. Þannig verður misskilningurinn til.

miðvikudagur, október 02, 2002

Þetta var á Keizblogginu...










boob job

boob joob

Do *You* Need A Boob Job?




Ó kommon, ég er ekki með það stór brjóst...

þriðjudagur, október 01, 2002

Ég er sjónvarpsbarn. Ég kem heim og ég kveiki á sjónvarpinu og það er kveikt á því þangað til ég fer að sofa. Sorglegt, en satt.
Mér finnst þetta reyndar ekkert rosalega slæmt af því að það er bara alveg ferlega fín dagskrá í haust, nema á sunnudögum. Ég get semsagt hitt fólk á sunnudögum ;) Það virðist nefnilega vera þegjandi samkomulag á milli sjónvarpsstöðvanna að setja alla leiðinlega dagskrárliði á sunnudaga. Rúv sýnir tékkneskar bíómyndir um mann með staurfót, Stöð 2 sýnir fáránlegar sjónvarpsmyndir um mæðgur sem lenda í hremmingum og Skjár 1 setur alla þætti í endursýningu á sunnudögum. *hrollur*
En það er samt fullt af góðu sjónvarpsefni þarna úti og fullt af góðu efni á leiðinni; Sex and the City, That 70's show, Will & Grace, Saturday Night Live, American Embassy, Drew Carey Show, Alias, Survivor, Charmed... Þið afsakið ef ég sést ekkert í allan vetur, þið getið grafið mig upp úr sófanum í vorleysingunum þegar dagskráin fer að sökka aftur...

mánudagur, september 30, 2002

Já, öhm hérna... Ég er sem sagt búin að ákveða að bloggið mitt er ekki alveg dautt ennþá, það var bara mjööög veikt...
Það er eins gott að það er útborgað á morgun, annars held ég að hausinn á mér myndi springa. Það er nefnilega þannig þegar maður á ekki peninga til að kaupa hlutina sem mann langar í, þá synda þeir fyrir augunum á manni og margfaldast og bæta við sig nýjum hlutum sem maður veeeeerður að fá, en getur ekki keypt af því að maður á ekki pening fyrir þeim. Akkúrat núna er alveg syngjandi inní hausnum á mér: Mig langar í KFC Twister (jömmíííí), föt, Sticks'n'Sushi, gardínur, púður, límlakk, klippingu (fyrst Hildur vill ekki klippa mig), tattoo og á geisladiskamarkaðinn í Perlunni og milljón hluti í viðbót, bara af því að ég á ekki pening fyrir neinu en er með milljón hugmyndir um allt sem mig langar að gera þegar ég er á pening.
Svo þegar maður er búinn að fá útborgað þá tekur skynsemin við og lætur mann hugsa skynsamlega og þá hættir maður við að gera allt þetta skemmtilega og eyðir peningunum í eitthvað fáránlega skynsamlegt eins og reikninga eða mat. Ptooey. Ég ætla samt að kaupa KFC Twister...