fimmtudagur, september 05, 2002

Áááááiiii
Ég hóf feril minn sem tilraunadýr í morgun. Ég er nefnilega þátttakandi í rannsókn á virkni nýs bóluefnis við HPV veirunni sem talið er að geti orsakað leghálskrabbamein og þurfti að mæta í viðtal, skoðun og fyrstu sprautu í morgun. Og nú er ég öll útstungin og potuð og ááááááiii, mér er illt í hendinni þar sem ég var sprautuð. En maður lætur sig nú hafa smá sársauka í þágu læknavísindanna...

miðvikudagur, september 04, 2002

I'm single, not desperate...
TV just hit a new low. Ég meina, sjónvarpsþáttagerð hefur náð nýjum botni. Ég komst að þessari niðurstöðu þegar ég var búin að horfa á fyrstu 10 mínúturnar af The Bachelor sem var á SkjáEinum í gær. Svo fór ég að spá í því að til þess að búa til þennan þátt hefur eftirfarandi samtal ábyggilega átt sér stað:

1: Okkur vantar nýjan raunveruleikaþátt í prógrammið hjá okkur.
2: Já, eitthvað sem sameinar gáfur Temptation Island og frábært skemmtanagildi Love Cruise.
1: Já og konur með stór brjóst.

Af því að það er nákvæmlega það sem þessi þáttur er, Love Cruise og Temptation Island rúllað saman í eina sæng og bundið utanum með trúlofunarhring. Þetta er bara niðurlægjandi fyrir grey konurnar sem ösnuðust til að taka þátt í þessu og þær eru alveg að taka þetta allt of alvarlega. Eins og þessi sem fór að gráta af því að hún komst ekki áfram, það var bara eins og heimurinn hefði farist af því að hún var ekki valin í 15 manna hópinn. "I don't know why he didn't pick me..." Og í einhverjum af næstu þáttum fékk einhver taugaáfall af því að hún var send heim og þurfti að fara í sjúkrabíl og alles. Er virkilega svona mikil pressa á fólk þarna úti að gifta sig og finna maka? Ég held að ég sé hamingjusamasta single stúlkan í heiminum í dag, ég hef séð hvað fólk er tilbúið að gera til að komast í samband og mér finnst það fáránlegt.

mánudagur, september 02, 2002

*grát*
Ég græt af því að ég er búin að klára 6. seríuna af Buffy. Ekki af því að mér fannst hún enda illa (ég skil ekki hvað Leifur er að tala um) heldur bara af því að hún er búin og núna er ég komin jafnlangt og allir hinir og get ekki horft meira á Buffy af því að það eru ekki til fleiri þættir. Ennþá allavega, ný sería byrjar 24. september í USA. Veiiiiiii...