föstudagur, júlí 19, 2002

!!!
Urrrrrr, ég er að verða eins og Séð og Heyrt, get ekki skrifað fyrirsögn nema að hafa upphrópunarmerki í henni. Ég þoli ekki þegar S&H gerir þetta, ég bíð bara eftir að lesa á forsíðunni einn góðan veðurdag: Missti alla fjölskylduna í hrikalegu flugslysi! Eins og það sé eitthvað fyndið. Nú ætla ég aldrei að gera fleiri upphrópunarmerki.
Skandall dagsins!!!
Ég er að hlusta á Bylgjuna, Þorgrímur Þráinsson er að verja myndina sem er komin inn í allar tölvur landsins, þessi af honum með vindil, herra Anti-Tobacco sjálfur!!! Hann segir að þetta hafi bara verið grín. Þvílíkt grín, þetta er mesti vindlaskandall síðan blessunin hún Monica Lewinsky lék sér með einn slíkan!
Snilllllllld dagsins!
Ég kíkti á Keizbloggið áðan og sá að þar að keizið er búið að setja inn link á eldhúsmellueffemmpartíútgáfu XXX Rottweiler hunda af laginu Fokk þú og þitt krú. Af því að þetta er svo mikil schnilld ætla ég að setja þetta inn líka, smelltu hérna til að heyra dýrðina!!! Ég vona samt að þetta verði ekki næsta trendið í hiphop heiminum, þetta er fínt einu sinni!
Vinaöppdeit!!!
Hildur hefur rutt sér braut inn í bloggheiminn og mun væntanlega taka hann með trompi (langar að skrifa stormi en það er enskusletta ;)) á næstu dögum, vikum og mánuðum. Kíktu á stelpuna hérna
Stundum rignir alltaf...
Það er rigning og þoka og hráslagalegt um að litast. Sumarið er loksins komið!!!
Ég er ennþá að stefna á einhverja útiveru um helgina þótt ég fari ekki þrammandi yfir heiðar norðan lands, Miðlunarútilegan verður bara að duga! Ég er jafnvel að spá í að kaupa flösku af hinu margfræga hvítvíni Louis Gunthrum (eða hvað sem það heitir nú aftur, það er allavega orðið þekkt á Patreksfirði!!!) og blanda kannski bara drykkinn Angel. Angel er alveg sætasta nafn í heimi á sætasta drykk í heimi!!!

fimmtudagur, júlí 18, 2002

P.s
Sagan mín gengur vel! Ég þarf bara að ná henni út úr hausnum á mér áður en hún lekur út í einum graut og ég næ henni ekki aftur inn. Af því að mig langar svo til að vita hvernig hún endar!!!
Í dag er ég svo glaður, svo glaður, svo glaður...
Ég komst ekki inn á Blogger í gær þegar ég reyndi það. Þetta er alveg það sem ég þoli ekki við tölvur, þær eiga að gera hlutina einfalda, en tölvur eru bara svo flóknar að það er ekkert einfalt þegar tölvur eru annars vegar. Did that sense make??? Don't know, don't care!
Já, í dag er ég svo glöð af því að ég horfði á Angel í gær!!! Can I say HUBBA HUBBA! Man, hvar fundu þeir gaur eins og Hr. Boreanaz??? Mig langar nefnilega að finna einn líka! That would be cool! En nei, ég er föst á Íslandi, þar sem enginn kemst með tærnar þar sem Hr. Boreanaz er með hælana... Dark, brooding hælar they be.
Ég er líka glöð af því að það er fimmtudagur og það þýðir að á morgun er föstudagur, það er alltaf gott!
Ég er hins vegar ekkert rosalega glöð yfir því að við (þ.e.a.s. ég, Trausti og pabbi) þurftum að hætta við að fara í ættarmótsgönguna sem átti að fara yfir Heljardalsheiði um helgina vegna þess að pabbi lenti í vinnutengdu óhappi og er ekki í standi til að fara eitt né neitt. Í staðinn er ég að hugsa um að kíkja þá jafnvel í útileguna sem vinnufélagarnir ætla að fara í að Laugalandi í Holtum, en hingað til hefur verið lofað: góðu veðri, góðum mat, gítarspili og söng eins og sæmir í góðri, íslenskri útilegu. Ég veit samt ekki alveg með veðrið, en hitt gæti nú alveg ræst! Sjáum til, ef ekki þá verður þessari helgi eytt í "örmum" Engils ;)

þriðjudagur, júlí 16, 2002

I'm so excited!!!
Ég er að deyja úr spenningi af því að ég er í alvörunni að semja sögu! Sem á að verða að sjónvarpsþáttum! Og það myndu verða góðir sjónvarpsþættir, með baráttu milli góðs og ills, ljóss og myrkurs, rómantík, spennu og gríni. Ég meina, fyrst ég er að verða búin með Buffy, þá verð ég að gera eitthvað til að svala ævintýraþorstanum!

sunnudagur, júlí 14, 2002

Yndisleg helgi er senn að baki og grár hversdagsleikinn tekur við. Kannski ætti ég frekar að segja gulur hversdagsleikinn...!
Grillið hjá Leif í gær var frábært, öll "stórfjölskyldan" mætt; Valla, Hildur, Leifur (auðvitað), Gunna og nýtt andlit, Flosi. Svo sá ég Ásgeir og Sverri í mýflugumynd, þeir voru víst á hraðferð. Eftir matinn var aðallega dansað og sungið, ég og Valla rifjuðum upp gamla takta og Flosi kom á óvart með sönghæfileikum sínum, I like that guy ;) Við Valla bjuggum líka til drög að sjónvarpsþáttum sem við ætlum að búa til einhvern tíma!!! You'll see... Svo kom Valla með mér heim og við horfðum á Rat Race, sem er hreint ágætis bíómynd.
Á ég að þora að tala um Buffy??? Ég verð, ég var að klára að horfa á 5. seríu og hún er svo sorgleg að ég er ennþá með tárin í augunum og alveg ótrúlega down yfir þessu öllu saman. Ég vil ekki segja frá því hvað gerist ef einhver á eftir að sjá 5. seríuna, en hún er mjög sorgleg. *grát* Maturinn hennar mömmu náði samt að hressa mig aðeins við. "Við" (ok, ég gerði kartöflurnar!) elduðum svínahnakkasneiðar sem voru alveg rosalega seigar, en samt góðar. Sunnudagsmatur hjá mömmu klikkar aldrei, sama hvar maður býr eða hvað maður er gamall. Takk fyrir mig mamma!