föstudagur, september 13, 2002

Víííííí, það er föstudagur. Og ekki neinn venjulegur föstudagur heldur föstudagurinn 13. Ég held samt að ég hafi aldrei verið neitt mikið óheppnari á þessum degi frekar en einhverjum öðrum, en maður fær ósjálfrátt svona ííííííígh tilfinningu í magann þegar maður veit að það er föstudagurinn þrettándi. Svo að ég fór á netið og leitaði að orsökum þess að föstudagurinn þrettándi er talinn bera ógæfu og hrakfarir í för með sér og fann alveg ágætis skýringar á því.

miðvikudagur, september 11, 2002

Buffy, Buffier, Buffiest!
Leifur! Serían byrjar 24.september svo að það eru nákvæmlega 13 dagar þangað til að hún byrjar.
Annars var ég að fara í gegnum allar vídeóspólurnar mínar í gær (the fun never stops) og ég fann ...haldið ykkur fast... BUFFY ÞÁTT!!! Nánar tiltekið þátt 3ABB05, Homecoming. Hann er æði, það er sko þátturinn þar sem Buffy og Cordy keppast um að verða homecoming queen en lenda svo í Slayerfest '98 og eru eltar af misgáfuðum misyndismönnum. Besta setning þáttarins:
Buffy: "I'm not talking about the Slayer, I'm talking about Buffy. You've awakened the promqueen within and that crown is going to be mine."
Húje! Það er fínt að fá svona smá fix áður en maður verður bilaður af að bíða eftir nýju seríunni...

þriðjudagur, september 10, 2002

Rigning inní og utaná...
Maður fer að hugsa allt öðruvísi þegar maður á ekki bíl. Nú er ég búin að vera bíllaus í heilt ár og þó að það sé auðvitað soldið leiðinlegt að geta ekki farið þangað sem maður vill þegar maður vill fara þangað, þá finnst mér mjög þægilegt að labba. Sérstaklega í veðri eins og það er núna. Rigning og logn er alveg best í heiminum. Mig langar bara að fara út og leggjast einhversstaðar og láta rigna á mig.

mánudagur, september 09, 2002

Hver fann upp mánudaga???
Ugh hvað það er erfitt að koma aftur í vinnuna eftir svona ljúfa og þægilega helgi...
Mér fannst ég vera voða voða dugleg um helgina, ég kláraði að horfa á Angel (...mmm, Angel...), hitti nýtt fólk, fór á kynlífshjálpartækjakynningu og hitti meira nýtt fólk þar, stofnaði Eternally Single klúbb með Hildi (þetta er sko ekki single klúbbur til að hitta aðra singletona, heldur single klúbbur til að fagna því að vera single og þeir sem para sig saman verða reknir úr klúbbnum með skömm! Og knúsi og kossum auðvitað líka ;)), og svo fór ég í berjamó með mömmu í gær. Ferlega mikið að gera maður!
Annars er ég alveg grátandi yfir Angel af því að hann endar í svo miklum cliffhanger. Mér finnst Angel alveg miklu sorglegri og erfiðari að horfa á heldur en Buffy.
Get ekki meir núna, verð að vinna smá... ;)