föstudagur, ágúst 16, 2002

Ah, ljúfi föstudagur
Föstudagur, langþráður föstudagur er runninn upp. Mér finnst gaman að vakna á föstudögum, það er eini dagurinn sem ég virkilega sprett framúr rúminu af því að fyrsta hugsunin er alltaf: „Ég þarf ekki að vakna á morgun” og svo syng ég lítið lag af því að ég er svo glöð og hamingjusöm! Föstudagar eru æði.
Á morgun er svo spurningin hvort maður skelli sér ekki í bæinn að kíkja á viðburði menningarnætur, sem ég hef reyndar aldrei skilið af hverju ber heitið menningarnótt, þar sem dagskráin fer fram að deginum til og fram á kvöld og engir skipulagðir viðburðir eftir miðnætti, þegar það er loksins komin nótt. Þá tekur bara kráarmenningin við og allir Reykvíkingar fara á fyllerí. Skrítið.

fimmtudagur, ágúst 15, 2002

Listi dagsins...
Af hverju er betra að vera í vinnu heldur en í skóla:

1. Þú getur farið á kaffihús eða í bíó án þess að hafa samviskubit yfir því að vera ekki að læra.

2. Þú getur farið á bókasafnið og tekið bækur sem þú vilt lesa, ekki bara þær sem þú verður að lesa.

3. Þú þarft aldrei að fá lánaðar glósur og rifja upp vinnudaginn, ef þú vilt gleyma honum, þá gleymirðu honum ;)

4. Þú getur eytt helgunum þar sem þú vilt, ekki bara inni í herbergi að læra.

5. Einkunnir smeinkunnir...

Hah, nú er ég bara alveg sátt við að fara ekki í skóla strax ;)
Fyndið...
Killfrog er fyndin síða... Tjekk itt
Búhúhú...
Eftir næstu viku verð ég ein í heiminum (netheiminum sko, ekki í alvörunni ;) af því að það eru allir að fara í skóla. Mig langar líka í skóla *grát* En ég ætla ekki að fara fyrr en á næsta ári, þá eru allir komnir með forskot á mig og ég verð síðust til að útskrifast og fara í framhaldsnám og allt það. Ég er alltaf svo eftirá í öllu. 23 ára og ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera þegar ég verð stór. Jú ok ég ætla að læra sálfræði, ég er búin að vera viss um það síðan ég var 17-18 ára. En hvað ég ætla að gera við þessa sálfræðimenntun, það er aftur annað mál. Það verður bara að koma í ljós síðar. En þangað til ætla ég bara að njóta þess að þurfa ekki að læra heima ;)

miðvikudagur, ágúst 14, 2002

Ok...
...ég bara verð að setja þetta hérna...





Which flock do you follow?

this quiz was made by alanna


Hú je beibí...
Bara pæling...
Mér finnst frábært hvernig tónlist getur virkað eins og tímavél á mann, ég var að róta í geisladiskunum mínum í morgun til að finna eitthvað til að hafa í eyrunum á meðan ég labbaði í vinnuna og ég rakst á Lemonheads diskana mína. Ég ákvað að setja It's a shame about Ray (sem var, ef mig misminnir ekki, fyrsti geisladiskurinn sem ég keypti mér) í geislaspilarann og um leið og ég heyrði fyrstu tónana fannst mér ég vera orðin 13 ára aftur, sem var æðislegt tímabil að mörgu leyti, ég eyddi mörgum góðum stundum í að lesa Smash Hits og láta mig dreyma um Evan Dando (söngvarann í Lemonheads). En svo voru náttúrulega ekki svo góðar stundir inn á milli eins og gengur og gerist þegar maður er táningur og ég fór að spá í því að mér líður eiginlega eins. 10 ár og það eina sem er öðruvísi er það að ég er hætt að fá þessi geðveiku skapvonskuköst sem ég var þekkt fyrir ;) Mér finnst ég ekkert vera þroskaðri eða fullorðnari í dag heldur en þegar ég var 13 ára og mér finnst ég ekkert vera að eldast og þess vegna skil ég ekki af hverju það verður alltaf til fleira og fleira fólk sem er yngra en ég. What's up with that???
Skilaboðaskjóðan...
Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir hafa breytingar átt sér stað hér í dag. Nú getið þið sent mér skilaboð og kommentað á póstana mína og látið í ykkur heyra. Veiiiiii. Tjáningarfrelsið flæðir óheft á minni síðu ;)

þriðjudagur, ágúst 13, 2002

Ahhhh, that's better
Við vorum að breyta öllu hjá okkur í vinnunni í dag, nú sný ég ekki lengur með bakið í þá sem koma inn og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að það sé fólk á bak við mig að lesa á skjáinn minn! Nú erum við allar búnar að breiða úr okkur út um öll gólf í staðinn fyrir að vera í einni klessu út í horni og þetta er bara allt annað líf!
Anyways, er að fara á fund svo að ég hef ekki tíma til að segja eða finna eitthvað skemmtilegt í dag, sjáumst aftur á morgun ;)

mánudagur, ágúst 12, 2002

OMG...!
Myndin hennar Britneyjar kemur út á vídeó í dag. Ég er að hugsa um að fara beint út á vídeóleigu eftir vinnu og taka Britney myndina, slökkva á símanum mínum og hafa heilaga stund með Britney.
Eða fara út á vídeóleigu og taka þessa mynd og kveikja í henni... Já, ég held að ég geri það frekar...
Mánudagsmorgunn...
Haldiði að það sé ekki bara kominn mánudagur eina ferðina enn (nánari pælingar um mánudaga, tilgang og tilgangsleysi má lesa hjá Hildi) en það er náttúrulega ekki nóg að hafa bara mánudag, ég er líka með hræðilegan hausverk og ég á engar fínar aspirin pillur frá París eins og Leifur, ég tek bara íbúkód. Þær eru bleikar, veiiiii.
Anyways, ég skellti mér niður í miðbæ á laugardaginn og gekk niður laugaveginn með leðurhommum, lesbíum, dragdrottningum og fleira góðu fólki sem var stolt af tilveru sinni þennan dag jafnt sem aðra daga. Dagskráin á Ingólfstorgi var frábær, Páll Óskar var æði sem ungfrú Öskjuhlíð.is (á maður þá kannski að skrifa það ungfru Oskjuhlid.is???), Rokkslæðan, Helga Möller og Stuðmenn voru öll meiriháttar, en mesta snilldin kom frá dúettinum SterioTotal sem spilaði teiknimyndatyggjótölvupopp. Ég er að hugsa um að verða fan #1 ;) Latinoinn með regnbogavængina (ég get ekki munað hvað hann heitir, eitthvað esteban eitthvað) var samt bara fyndinn, ég held að Ricky Martin þurfi ekkert að passa sig. Við (ég, Hildur, Leifur, Flosi, Valla og Gunna) fengum okkur pláss beint fyrir framan sviðið og dönsuðum og sungum með öllu og skemmtum okkur svoooooo mikið! Það eina sem skyggði á gleði mína var það að helv... vídeókameran mín virkaði ekki. Urrrrrrrrrr
Við Valla fórum svo heim til hennar og horfðum á Zoolander, sem kom mér virkilega á óvart og var mjög fyndin og skemmtileg, ég mæli með henni ef þú þarft að hlæja!
Í gær fór ég svo til Loco og við ákváðum að taka vídeóspólur. Ég veit ekki hvort það var eitthvað í loftinu, eða að það var búið að taka allar góðu myndirnar á vídeóleigunni, en við tókum verstu myndir í heiminum. I kid you not. Fyrri myndin var The In Crowd, sem ég vissi reyndar að væri vond mynd en ég hélt að hún væri skemmtilega vond. Hún er semsagt VOND vond og mér finnst að það ætti að kveikja í henni. Hin myndin var verri, ef það er hægt. Hún heitir National Lampoon's Class Reunion. Við slökktum á henni. Við fórum líka í skemmtilegan bíltúr, heyrðum rússneska þjóðlagatónlist og sáum skrítna bíla. Ég er ofsótt af skrítnum bílum. It's true.
Og þetta var helgin mín í hnotskurn, hvernig var þín???