Yndisleg helgi er senn að baki og grár hversdagsleikinn tekur við. Kannski ætti ég frekar að segja gulur hversdagsleikinn...!
Grillið hjá Leif í gær var frábært, öll "stórfjölskyldan" mætt; Valla, Hildur, Leifur (auðvitað), Gunna og nýtt andlit, Flosi. Svo sá ég Ásgeir og Sverri í mýflugumynd, þeir voru víst á hraðferð. Eftir matinn var aðallega dansað og sungið, ég og Valla rifjuðum upp gamla takta og Flosi kom á óvart með sönghæfileikum sínum, I like that guy ;) Við Valla bjuggum líka til drög að sjónvarpsþáttum sem við ætlum að búa til einhvern tíma!!! You'll see... Svo kom Valla með mér heim og við horfðum á Rat Race, sem er hreint ágætis bíómynd.
Á ég að þora að tala um Buffy??? Ég verð, ég var að klára að horfa á 5. seríu og hún er svo sorgleg að ég er ennþá með tárin í augunum og alveg ótrúlega down yfir þessu öllu saman. Ég vil ekki segja frá því hvað gerist ef einhver á eftir að sjá 5. seríuna, en hún er mjög sorgleg. *grát* Maturinn hennar mömmu náði samt að hressa mig aðeins við. "Við" (ok, ég gerði kartöflurnar!) elduðum svínahnakkasneiðar sem voru alveg rosalega seigar, en samt góðar. Sunnudagsmatur hjá mömmu klikkar aldrei, sama hvar maður býr eða hvað maður er gamall. Takk fyrir mig mamma!
Grillið hjá Leif í gær var frábært, öll "stórfjölskyldan" mætt; Valla, Hildur, Leifur (auðvitað), Gunna og nýtt andlit, Flosi. Svo sá ég Ásgeir og Sverri í mýflugumynd, þeir voru víst á hraðferð. Eftir matinn var aðallega dansað og sungið, ég og Valla rifjuðum upp gamla takta og Flosi kom á óvart með sönghæfileikum sínum, I like that guy ;) Við Valla bjuggum líka til drög að sjónvarpsþáttum sem við ætlum að búa til einhvern tíma!!! You'll see... Svo kom Valla með mér heim og við horfðum á Rat Race, sem er hreint ágætis bíómynd.
Á ég að þora að tala um Buffy??? Ég verð, ég var að klára að horfa á 5. seríu og hún er svo sorgleg að ég er ennþá með tárin í augunum og alveg ótrúlega down yfir þessu öllu saman. Ég vil ekki segja frá því hvað gerist ef einhver á eftir að sjá 5. seríuna, en hún er mjög sorgleg. *grát* Maturinn hennar mömmu náði samt að hressa mig aðeins við. "Við" (ok, ég gerði kartöflurnar!) elduðum svínahnakkasneiðar sem voru alveg rosalega seigar, en samt góðar. Sunnudagsmatur hjá mömmu klikkar aldrei, sama hvar maður býr eða hvað maður er gamall. Takk fyrir mig mamma!